Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Arnar Skúli Atlason skrifar 21. apríl 2025 16:16 Arnar Björnsson var stigahæstur í liði Tindastóls. Vísir/Jón Gautur Deildarmeistarar Tindastóls fengu Álftanes í heimsókn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Fór það svo að heimamenn unnu einkar sannfærandi sigur. Tindastóll hóf leikinn í kvöld betur og voru að hitta vel framan af og strax á upphafs mínútunum og kom muninum strax upp í 10 stiga mun. Álftnesingar áttu erfitt með að finna körfuna á sóknarhelming og þeim gekk heldur betur brösuglega að stoppa Tindastóls lestina hinu megin. Tindastóll jók muninn út fyrri hálfleikinn en þeir leiddu 60-40 í hálfleik. Tindastóll byrjaði af sama krafti í seinni hálfleik og var munurinn kominn upp í 30 stig strax í byrjun á seinni hálfleiknum og var það munur sem hélst út leikinn. Álftanes átti fá svör við leik Tindastóls í dag og virkuðu númeri of litlir. Tindastóll hins vegar voru í svakalegum gír og allt sem þeir gerðu leit vel út. Tindastóll sigldi þessu örugglega heim 100-78 og fengu allir leikmenn að sjá gólfið í dag og hjá Tindastól skoruðu allir leikmenn nema einn. Leikurinn var aldrei jafn í dag en vonandi ná Álftnesingar vopnum sínum fyrir næsta leik. Atvik leiksins Strax í 1. leikhluta voru Dedrick Basile og Sadio Doucoure að spila vel á milli sín sem endaði með troðslu hjá Sadio sem kom þessu upp í 9 stiga mun. Var það munur sem Álftanes var aldrei nálægt að minnka niður. Basile átti góðan leik.Vísir/Jón Gautur Stjörnur og skúrkar Arnar Björnsson var frábær í liði Tindastóls í dag, hann skoraði 21 stig og var að hitta vel. Hann spilaði einnig frábæra vörn á hinum enda vallarins. Basile var frábær líka, endaði leikinn með 19 stig og 8 stoðsendingar. Tindastóll var að fá gott framlag frá öllum leikmönnum sínum í dag. Skúrkar kvöldsins voru Álftnesingar. Vantaði allt hjarta í þetta í kvöld og trúin var lítil. Fengu lítið framlag frá sínum mönnum sem voru langt frá sínu besta hérna á á Sauðárkróki í kvöld. Dómararnir Kiddi Óskars og félagar voru góðir í dag og það var ekkert vandamál hjá þeim. Auðveldur leikur að dæma í dag því ekki var mikil spenna. Stemmingin og umgjörð Frábær mæting í Síkið í kvöld. 1200 manns. Sást gæslumenn á hverju horni og það sést klárlega að Tindastóll er ekki að gera þetta í fyrsta sinn. „Stólarnir áttu frábæran dag en ekki við“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, var svekktur í leikslok.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Bara erfiður leikur. Stólarnir áttu frábæran dag en ekki við. Það er manni efst í huga akkúrat núna. Þeir svína hitta framan af leik og voru líka agressífir í vörninni.“ Kjartan sagði að það þarf að fara yfir leikinn í dag til að setjast niður fyrir næsta leik hverju þarf að breyta. „Það er ýmislegt sem þarf að breytast. Stutt síðan leik lauk við þurfum að fara yfir þetta. Það er leiðinlega svarið. Við þurfum að klippa leikinn og fara yfir hvað var taktískt. Svo ýmislegt eins og hvernig við komum inn í leikinn sem þarf að laga. Við erum góðir í að aðlaga okkur að hlutunum og við komum mjög gíraðir inn í næsta leik.“ Bónus-deild karla Tindastóll UMF Álftanes Tengdar fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur að leikslokum eftir að hans menn fóru illa með Álftanes í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. 21. apríl 2025 19:36
Deildarmeistarar Tindastóls fengu Álftanes í heimsókn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Fór það svo að heimamenn unnu einkar sannfærandi sigur. Tindastóll hóf leikinn í kvöld betur og voru að hitta vel framan af og strax á upphafs mínútunum og kom muninum strax upp í 10 stiga mun. Álftnesingar áttu erfitt með að finna körfuna á sóknarhelming og þeim gekk heldur betur brösuglega að stoppa Tindastóls lestina hinu megin. Tindastóll jók muninn út fyrri hálfleikinn en þeir leiddu 60-40 í hálfleik. Tindastóll byrjaði af sama krafti í seinni hálfleik og var munurinn kominn upp í 30 stig strax í byrjun á seinni hálfleiknum og var það munur sem hélst út leikinn. Álftanes átti fá svör við leik Tindastóls í dag og virkuðu númeri of litlir. Tindastóll hins vegar voru í svakalegum gír og allt sem þeir gerðu leit vel út. Tindastóll sigldi þessu örugglega heim 100-78 og fengu allir leikmenn að sjá gólfið í dag og hjá Tindastól skoruðu allir leikmenn nema einn. Leikurinn var aldrei jafn í dag en vonandi ná Álftnesingar vopnum sínum fyrir næsta leik. Atvik leiksins Strax í 1. leikhluta voru Dedrick Basile og Sadio Doucoure að spila vel á milli sín sem endaði með troðslu hjá Sadio sem kom þessu upp í 9 stiga mun. Var það munur sem Álftanes var aldrei nálægt að minnka niður. Basile átti góðan leik.Vísir/Jón Gautur Stjörnur og skúrkar Arnar Björnsson var frábær í liði Tindastóls í dag, hann skoraði 21 stig og var að hitta vel. Hann spilaði einnig frábæra vörn á hinum enda vallarins. Basile var frábær líka, endaði leikinn með 19 stig og 8 stoðsendingar. Tindastóll var að fá gott framlag frá öllum leikmönnum sínum í dag. Skúrkar kvöldsins voru Álftnesingar. Vantaði allt hjarta í þetta í kvöld og trúin var lítil. Fengu lítið framlag frá sínum mönnum sem voru langt frá sínu besta hérna á á Sauðárkróki í kvöld. Dómararnir Kiddi Óskars og félagar voru góðir í dag og það var ekkert vandamál hjá þeim. Auðveldur leikur að dæma í dag því ekki var mikil spenna. Stemmingin og umgjörð Frábær mæting í Síkið í kvöld. 1200 manns. Sást gæslumenn á hverju horni og það sést klárlega að Tindastóll er ekki að gera þetta í fyrsta sinn. „Stólarnir áttu frábæran dag en ekki við“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, var svekktur í leikslok.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Bara erfiður leikur. Stólarnir áttu frábæran dag en ekki við. Það er manni efst í huga akkúrat núna. Þeir svína hitta framan af leik og voru líka agressífir í vörninni.“ Kjartan sagði að það þarf að fara yfir leikinn í dag til að setjast niður fyrir næsta leik hverju þarf að breyta. „Það er ýmislegt sem þarf að breytast. Stutt síðan leik lauk við þurfum að fara yfir þetta. Það er leiðinlega svarið. Við þurfum að klippa leikinn og fara yfir hvað var taktískt. Svo ýmislegt eins og hvernig við komum inn í leikinn sem þarf að laga. Við erum góðir í að aðlaga okkur að hlutunum og við komum mjög gíraðir inn í næsta leik.“
Bónus-deild karla Tindastóll UMF Álftanes Tengdar fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur að leikslokum eftir að hans menn fóru illa með Álftanes í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. 21. apríl 2025 19:36
„Stemmningin í húsinu hjálpar“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur að leikslokum eftir að hans menn fóru illa með Álftanes í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. 21. apríl 2025 19:36