„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2025 22:57 Þorleifur Ólafsson segir þetta hafa verið ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel þrátt fyrir tap í kvöld og að liðið sé komið í sumarfrí Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. „Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira