Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:02 Það vantaði ekkert upp á stemninguna á Sjally Pally, eins og blaðamaðurinn Will Schofield fékk að kynnast. Facebook/Píludeild Þórs Það var mikil stemning og fullt út úr dyrum á pílumótinu Sjally Pally í Sjallanum á Akureyri á dögunum. Á meðal þeirra sem heilluðust af mótinu er enski blaðamaðurinn Will Schofield eins og hann skrifaði um í pistli á Daily Star. Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann. Pílukast Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann.
Pílukast Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira