Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 09:31 Luka Doncic og Donte DiVincenzo í kröppum dansi í LA í nótt. Getty/Ronald Martinez Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hófst í gær en hún byrjaði ekki vel fyrir Luka Doncic, LeBron James og félaga í LA Lakers sem voru eina liðið sem tapaði á heimavelli. Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98 NBA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98
NBA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira