Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 08:02 Eygló er með skýr markmið, sem hún mun vinna að í samvinnu við afreksstjóra ÍSÍ, Véstein Hafsteinsson. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. vísir / ÍSÍ Eygló Fanndal Sturludóttir er komin heim frá Moldóvu með EM gullmedalíu í farteskinu. Framundan hjá henni er heimsmeistaramót og undirbúningsvinna fyrir Ólympíuleikana, þar sem hún ætlar að sækja gullverðlaun, sem Vésteinn Hafsteinsson er viss um að hún geti. Stóðst pressu og væntingar Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum síðastliðinn fimmtudag, fyrst allra Íslendinga. Hún var efst á styrkleikalista keppenda fyrir mótið, sigurstranglegust, og stóð vel undir væntingum. „Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta með hæstu samanlögðu lyfturnar og með þessa pressu á að vinna, verða í fyrsta sæti, því ég vissi að það yrði erfitt. Það er ekkert gefið í þessu og þetta er ótrúlega sterkur flokkur sem ég er að keppa í og margt sem getur gerst. Maður hefði getað hitt á erfiðan dag eða eitthvað ekki gengið upp. Þetta var alls ekki gefið og mér fannst mjög óþægilegt að vera eitthvað að segja það upphátt að ég ætlaði að vinna en ég er mjög glöð núna eftir á að ég hafi náð því. Nú get ég sagt, mjög stolt, að ég hafi náð því“ sagði Eygló í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Heildarviðtalið er neðst í fréttinni. „Ótrúlega dýrmætt“ Eygló fékk gullmedalíuna síðan afhenta frá Hörpu Þorláksdóttur, sem er bæði formaður lyftingasambandsins og móðir hennar. „Það var náttúrulega bara frábært sko. Það er svo gaman að fá að upplifa þetta með henni og ótrúlega gaman að alþjóðalyftingasambandið hafi leyft henni að taka þátt í þessu augnabliki með mér. Það var ótrúlega dýrmætt og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Harpa horfir stolt á dóttur sína á verðlaunapallinum. Gregor Winter „Svo voru bara allir heima, pabbi og bræður mínir, amma og afi, öll fjölskyldan heima að horfa saman. Þau komu ekki með í þetta sinn en vonandi koma þau einhvern tímann.“ Móðirin Harpa og dóttirin Eygló hér fyrir miðju. Gregor Winter Ólympíugull í Los Angeles 2028? Ljóst er að Eygló er komin í allra fremsta flokk í sinni íþrótt og mikils er ætlast af henni á næstunni. Vésteinn Hafsteinsson, afrekstjóri ÍSÍ, sagði til dæmis í samtali við ríkisútvarpið að Eygló gæti farið alla leið. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. „Ég hlýði bara Vésteini sko. Ef hann segir það þá bara geri ég það. Við sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum næst. Ég ætla allavega að æfa eins og brjálæðingur og gera mitt allra besta.“ Eygló þyrstir í meira gull. Gregor Winter Meðan Eygló æfir eins og brjálæðingur sinnir hún einnig læknisfræðinámi, þannig að dagarnir eru nokkuð annasamir. „Það gengur mjög vel. Hingað til allavega. Núna eru bara lokaprófin að byrja, fyrsta lokaprófið á föstudaginn. Þannig að ég þarf svolítið bara að fara heim núna að læra“ sagði Eygló brosmild í bragði. Heildarviðtalið við Eygló má finna hér fyrir neðan þar sem farið er yfir fleira en í fréttinni að ofan. Meðal annars breytingar á þyngdarflokkunum og heimsmeistaramótið sem hún fer á í haust. Klippa: Viðtal við Evrópumeistarann Eygló Lyftingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Stóðst pressu og væntingar Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum síðastliðinn fimmtudag, fyrst allra Íslendinga. Hún var efst á styrkleikalista keppenda fyrir mótið, sigurstranglegust, og stóð vel undir væntingum. „Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta með hæstu samanlögðu lyfturnar og með þessa pressu á að vinna, verða í fyrsta sæti, því ég vissi að það yrði erfitt. Það er ekkert gefið í þessu og þetta er ótrúlega sterkur flokkur sem ég er að keppa í og margt sem getur gerst. Maður hefði getað hitt á erfiðan dag eða eitthvað ekki gengið upp. Þetta var alls ekki gefið og mér fannst mjög óþægilegt að vera eitthvað að segja það upphátt að ég ætlaði að vinna en ég er mjög glöð núna eftir á að ég hafi náð því. Nú get ég sagt, mjög stolt, að ég hafi náð því“ sagði Eygló í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Heildarviðtalið er neðst í fréttinni. „Ótrúlega dýrmætt“ Eygló fékk gullmedalíuna síðan afhenta frá Hörpu Þorláksdóttur, sem er bæði formaður lyftingasambandsins og móðir hennar. „Það var náttúrulega bara frábært sko. Það er svo gaman að fá að upplifa þetta með henni og ótrúlega gaman að alþjóðalyftingasambandið hafi leyft henni að taka þátt í þessu augnabliki með mér. Það var ótrúlega dýrmætt og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Harpa horfir stolt á dóttur sína á verðlaunapallinum. Gregor Winter „Svo voru bara allir heima, pabbi og bræður mínir, amma og afi, öll fjölskyldan heima að horfa saman. Þau komu ekki með í þetta sinn en vonandi koma þau einhvern tímann.“ Móðirin Harpa og dóttirin Eygló hér fyrir miðju. Gregor Winter Ólympíugull í Los Angeles 2028? Ljóst er að Eygló er komin í allra fremsta flokk í sinni íþrótt og mikils er ætlast af henni á næstunni. Vésteinn Hafsteinsson, afrekstjóri ÍSÍ, sagði til dæmis í samtali við ríkisútvarpið að Eygló gæti farið alla leið. Hún yrði fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum. „Ég hlýði bara Vésteini sko. Ef hann segir það þá bara geri ég það. Við sjáum til hvað gerist á Ólympíuleikunum næst. Ég ætla allavega að æfa eins og brjálæðingur og gera mitt allra besta.“ Eygló þyrstir í meira gull. Gregor Winter Meðan Eygló æfir eins og brjálæðingur sinnir hún einnig læknisfræðinámi, þannig að dagarnir eru nokkuð annasamir. „Það gengur mjög vel. Hingað til allavega. Núna eru bara lokaprófin að byrja, fyrsta lokaprófið á föstudaginn. Þannig að ég þarf svolítið bara að fara heim núna að læra“ sagði Eygló brosmild í bragði. Heildarviðtalið við Eygló má finna hér fyrir neðan þar sem farið er yfir fleira en í fréttinni að ofan. Meðal annars breytingar á þyngdarflokkunum og heimsmeistaramótið sem hún fer á í haust. Klippa: Viðtal við Evrópumeistarann Eygló
Lyftingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Sjá meira
Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Eygló Fanndal Sturludóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í ólympískum lyftingum. 18. apríl 2025 09:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð