„Til hamingju hálfvitar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 19:00 Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, vandar Valkyrjustjórninni ekki kveðjurnar og segir að verið sé að leggja menntastofnun í rúst. Vísir/Vilhelm Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“. Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Börkur skrifar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í máli Kvikmyndaskólans í Facebook-færslu og deilir um leið grein sem Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskólans, skrifaði í morgun. Böðvar Bjarki sagði þar að skólinn hefði orðið gjaldþrota því stjórnvöld hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að honum. Sjá einnig: „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ „Falleg árás á grunnstoðir íslenskrar kvikmyndagerðar. Til hamingju með árangurinn Valkyrjuríkisstjórn landsins. Flott hjá ykkur að ráðast gegn þekkingu og menntun,“ skrifar Börkur í færslunni og rekur síðan aðkomu sína að skólanum. Menntastofnun lögð í rúst „Ég kenndi í skólanum strax uppúr aldamótum þegar ég kom til landsins eftir að hafa starfað sem leikstjóri í Tékklandi í sjö ár. Var síðan dreginn inn aftur fyrir átta árum síðan að kenna leikaraleikstjórn og hef eiginlega verið þar síðan. Vá hvað það var gaman að gefa af sér og hjálpa efnilegum ungum listamönnum yfir hindranir,“ skrifar hann um reynslu sína af skólanum. „Bjarki, stofnandi skólans, var vissulega erfiður en magnað hvað hann hefur gefið miklu meira til samfélagsins heldur en þessir embættismenn og ráðamenn sem núna leggja menntastofnun í rúst. Til hamingju hálfvitar,“ skrifar hann svo. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi stjórnarmaður í stjórn Kvikmyndaskólans, skrifar ummæli við færslu Barkar. Sigurður Gylfi Magnússon sat í stjórn Kvikmyndaskólans um tíma. Þar segir hann það vera meðvitaða ákvörðun að keyra skólann í kaf. Skólinn sé „ein merkasta menntastofnun landsins“ og hafi hlotið margvíslegar viðurkenningar. „Það að gera hann tortryggilegan vegna þess að þetta sé einkaskóli er hreinlega fáráðnlegt og vissuleg ömurlegt teikn þess að þeir menntamálaráðherrar sem hafa verið við völd undanfarna áratugi hafa ekki verið starfi sínu vaxnir,“ skrifar hann einnig. Kvikmyndaskóli Íslands var úrskurðaður gjaldþrota og lagði mennta- og barnamálaráðherra fram tillögu um að nemendur skólans myndu fara í Tækniskólann. Það féll í grýttan jarðveg hjá stjórnendum og nemendum sem afþökkuðu boðið um að færa sig um set. Svo fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt tók yfir rekstur skólans og er stefnt að því að ljúka önninni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Háskólar Skóla- og menntamál Gjaldþrot Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira