„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 12:10 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er ekki hrifin af þátttöku Ísrael í Eurovision. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira