Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:00 Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Sjá meira
Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar