Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar 26. apríl 2025 21:00 Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Við lögfræðingar gegnum mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Á herðum okkar hvílir mikil ábyrgð, en allt of oft eru kjör og starfskilyrði okkar ekki í samræmi við það. Nú er tími til kominn að styrkja stöðu okkar – saman. Við lögfræðingar vinnum fyrir aðra á hverjum degi. Við leysum úr málum, verjum réttindi, finnum leiðir áfram. Oft á tíðum í hringiðu samfélagslegra ónota gleymum við að berjast fyrir okkar eigin kjörum og tækifærum. Það þarf að breytast. Ég býð mig fram sem formaður stjórnar Stéttarfélags lögfræðinga með þá framtíðarsýn að við byggjum upp sterkt og öflugt stéttarfélag sem berst fyrir raunhæfum kjarabótum, bættri starfsaðstöðu og skýrri réttindagæslu fyrir alla lögfræðinga, óháð aldri eða reynslu. Við berjumst fyrir réttindum annarra – nú þurfum við að berjast fyrir okkar eigin Ég er sannfærð um að við getum, saman, styrkt félagið okkar og byggt upp öflugan vettvang fyrir lögfræðinga á öllum sviðum. Félagið á að vera virkur málsvari félagsfólks og leiðarljós í réttindabaráttu, kjaramálum og faglegri þróun. Það skiptir máli að rödd þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref fái vægi. Að við byggjum fag sem stendur jafnt með nýliðum og reynslumiklum einstaklingum. Við þurfum að tryggja að ungt fólk komi til starfa í stéttina, fái tækifæri til að vaxa, læra og njóta trausts – strax frá fyrsta degi. Við getum – og eigum – að gera betur Ég vil sjá félag þar sem við öll, óháð aldri eða starfsreynslu, vinnum saman að því að bæta kjörin og skapa stolt um störf okkar. Félag sem ekki aðeins hlustar – heldur bregst við. Félag sem setur markið hátt og treystir ungu fólki til að vera hluti af breytingunum. Við stöndum frammi fyrir síbreytilegu starfsumhverfi þar sem kröfur aukast en vernd og réttindi þurfa að fylgja. Það krefst skýrrar stefnu, sterkra kjarasamninga og öflugs félagsstarfs sem styður við lögfræðinga á öllum stigum starfsferilsins. Traust, tækifæri og kjör sem endurspegla ábyrgðina Meðalaldur félagsmanna okkar er um 43 ár. Það er okkur áminning um að við þurfum að laða að nýútskrifaða lögfræðinga og gera félagsaðild eftirsóknarverða frá fyrsta degi. Ég vil vinna að því að gera stéttarfélagið aðlaðandi vettvang fyrir unga sem eldri félagsmenn, þar sem allir finna sig í öflugri samstöðu. Ég hef víðtæka reynslu af hagsmunagæslu, samskiptum við hið opinbera og einkaaðila og hef daglega komið fram fyrir hönd annarra í kjaramálum, stefnumótun og réttindabaráttu. Það er mikilvægt að tala skýrt og kröftuglega fyrir hönd félagsfólks. Sem lögfræðingur Bændasamtaka Íslands með hátt í 3.000 félagsmenn hef ég öðlast dýrmæta og faglega reynslu og skil vel hvernig tryggja þurfi faglegt starf. Slík reynsla er þýðingarmikil í störfum fyrir það félag sem ég býð starfskrafta mína fram fyrir. Félagið þarf að skapa þessa sýn fyrir störf allra lögfræðinga til framtíðar. Saman getum við gert stéttarfélagið að öflugri málsvara fyrir lögfræðinga á öllum aldri um land allt.Ég hlakka til að vinna með ykkur! Við eigum skilið öflugt, aðgengilegt og kröftugt stéttarfélag. Fyrir betri kjör, sterkari rödd og bjartari framtíð. Kæru félagar, ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund Stéttarfélags lögfræðinga og veita mér stuðning ykkar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl kl. 16:00–17:30 í Borgartúni 6, 4. hæð. Höfundur er frambjóðandi til formanns stjórnar SL.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar