Sport

Missti móður sína nokkrum klukku­tímum eftir að hann var valinn í NFL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derrick Harmon fékk frábærar fréttir og skeliflegar fréttir með nokkurra klukkutíma millibili.
Derrick Harmon fékk frábærar fréttir og skeliflegar fréttir með nokkurra klukkutíma millibili. Getty/Brooke Sutton

Derrick Harmon upplifði drauminn sinn á fimmtudagskvöldið en aðeins nokkrum klukkutímum síðar varð fjölskyldan hans fyrir miklu áfalli.

Pittsburgh Steelers valdi Harmon númer 21 í nýliðavali NFL deildarinnar. Hann fékk fréttirnar um að hann væri kominn í NFL deildina umkringdur fjölskyldu sinni í Detroit. Það voru þó ekki allir hjá honum.

Harmon er 21 árs varnarmaður en hann 193 sentimetrar á hæð og 142 kíló. Hann lék með Oregon skólanum í vetur en var áður hjá Michigan State frá 2021 til 2023.

Harmon sagði hins vegar fjölmiðlamönnum frá því að hann þyrfti að yfirgefa partýið til að fara til móður sinnar á spítalanum.

Tiffany Saine lést seinna um kvöldið á sjúkrahúsinu en hún hafði fengið heilablóðfall árið 2002 og var lömuð vinstra megin.

„Þetta er svolítið súrsææt. Mamma mín var ekki með mér. Hún er á spítalanum í öndunarvél. Þetta var súrsætt af því að hún lagði svo mikið á sig til að koma mér hingað,“ sagði Derrick Harmon áður en hann fór á spítalann.

Móðir hans lést fljótlega eftir að hann kom á staðinn.

„Pittsburgh Steelers sendir Derrick Harmon og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Þó að við séum mjög spennt fyrir því að velja Derrick í fyrstu umferð nýliðavalsins þá erum við um leið döpur og syrgjum fráfall móður hans. Við munum styðja við bakið á Derrick og fjölskyldu hans eins mikið og við getum á meðan hann fer í gegnum sorgarferlið,“ sagði í yfirlýsingu frá Steelers.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×