Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 07:31 Anthony Edwards og LeBron James í átökum í leiknum í gær. James er núna einu tapi frá því að fara í sumarfrí. Getty/Robert Gauthier Anthony Edwards og félagar í Minnesota Timberwolves eru langt komnir með að senda stjörnur LA Lakers í snemmbúið sumarfrí eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir) NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir)
NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira