Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar 30. apríl 2025 08:30 Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun