Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar 2. maí 2025 07:32 Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Viðreisn sem fer með dómsmálaráðuneytið, hefur lagt mikla áherslu á að fjölga lögreglumönnum um fimmtíu strax á þessu ári. Þó að það sé vissulega skref í rétta átt fyrir öryggi borgaranna, þá er ljóst að þetta er ekki nægjanlegt ef á sama tíma er hætt við inntökupróf í sérsveit ríkislögreglustjóra vegna fjárskorts, sem er raunin. Við blasir skýrt öryggisvandamál. Sérsveit ríkislögreglustjóra er sú eining sem við treystum á þegar hættulegustu og viðkvæmustu verkefnin koma upp – vopnuð útköll, stórslys, hryðjuverkaógnir og aðrir alvarlegir atburðir. Á sama tíma og verkefnin hafa margfaldast á síðustu árum eru aðeins 47 manns starfandi í sveitinni í dag – níu færri en þörf er á. Árið 2023 sinnti sérsveitin 461 útkalli. Frá 2013 til 2023 hafa þau verið rúmlega tvö þúsund. Þetta eru staðreyndir sem ættu að hringja öllum viðvörunarbjöllum. Það er einfaldlega ekki í lagi að fimmtíu lögreglumenn sem hafa varið heilum vetri í undirbúning fyrir inntökupróf þurfi nú að bíða heilan vetur til viðbótar vegna þess að fjármagnið vantar. Þegar að ríkisstjórnin samþykkti aðgerðir um fjölgun lögreglumanna var m.a. sagt í tilkynningu hennar að vopnaburður almennings hefur aukist og þar er engu logið. En hver er kölluð út þegar um vopnaburð er að ræða? Það er einmitt undirmönnuð sérsveitin. Það stenst ekki að tala fyrir auknu öryggi og styrkingu löggæslu einn daginn og draga síðan úr einni burðarstoð hennar þann næsta. Ef við viljum raunverulega efla öryggismál landsins, þá þarf það að gerast víðar en í blaðaútspilum. Sérsveitin þarf að vera vel mönnuð, vel búin og vel undirbúin. Öryggi borgaranna krefst þess. Ég skora á dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að stíga inn í málið og tryggja að inntökuprófið fari fram í sumar. Það er ekki forsvaranlegt að láta fjárskort stöðva eðlilega uppbyggingu öryggiskerfisins. Höfundur er varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun