Körfubolti

Hamar jafnaði ein­vígið með stór­sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hamarsmenn unnu stórsigur gegn Ármenningum í kvöld.
Hamarsmenn unnu stórsigur gegn Ármenningum í kvöld. vísir

Hamar jafnaði úrslitaeinvígið upp á sæti í úrvalsdeildinni 1-1 með 122-103 sigri gegn Ármanni. 

Hamarsmenn voru afar sannfærandi í leik kvöldsins og leiddu 74-48 í hálfleik. Ármenningar sýndu hins vegar betri frammistöðu í seinni hálfleik, en voru aldrei nálægt því að jafna leikinn.

Jose Medina fór mestan í sókn Hamars, með 32 stig og 17 stoðsendingar, auk 5 frákasta.

Jaxson Schuler Baker hélt Ármanni á herðum sér, með 35 stig og 19 fráköst, auk 3 stoðsendinga.

Staðan er jöfn í einvíginu eftir tvo leiki en þrjá sigra þarf til að tryggja sætið í úrvalsdeild á næsta tímabili. Ármann er með heimavallarréttinn og tekur á móti Hamar í næsta leik á þriðjudagskvöldið. Leikirnir eru allir í beinni á Stöð 2 Sport. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×