Sport

Dag­skráin í dag: Annar úr­slita­leikurinn, For­múlan og fót­bolti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Haukar eru yfir í einvíginu gegn Njarðvík eftir fyrsta leik liðanna.
Haukar eru yfir í einvíginu gegn Njarðvík eftir fyrsta leik liðanna. vísir

Að venju má finna sneisafulla sunnudags dagskrá á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone.

Vodafone Sport

11:25 – Hertha BSC og Greuther Fürth mætast í þýsku B-deildinni í fótbolta.

13:25 – Augsburg og Holstein Kiel mætast í þýsku úrvalsdeildinni, Bundesliga.

15:25 – Freiburg og Bayer Leverkusen mætast í þýsku úrvalsdeildinni, Bundesliga.

19:30 – Formúla 1: Miami. Sjötti kappakstur ársins fer fram.

23:00 – Atlanta Braves og Los Angeles Dodgers mætast í hafnaboltadeildinni MLB.

Stöð 2 Sport

18:30 – Njarðvík og Haukar mætast í öðrum leik lokaúrslita Bónus deildar kvenna. Haukar unnu fyrsta leik liðanna á sínum heimavelli.

21:00 – Bónus Körfuboltakvöld kvenna tekur við að leik loknum og gerir upp.

Stöð 2 Sport 4

22:00 – Black Desert Championship: Bein útsending frá lokadegi mótsins á LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

16:50 – ÍA tekur á móti KA í fimmtu umferð Bestu deildar karla.

19:00 – FH tekur á móti Val í fimmtu umferð Bestu deildar karla.

21:20 – Subway Tilþrifin: Allir leikir dagsins gerðir upp af sérfræðingum.

Stöð 2 Besta deildin

13:50 – ÍBV tekur á móti Vestra í fimmtu umferð Bestu deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×