Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 08:55 Trump og Sheinbaum hafa átt í miklum samskiptum undanfarna mánuði vegna landamæra landanna tveggja og baráttu við fíkniefnasmygl glæpagengja. Getty Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira