Sendu Houston enn á ný í háttinn Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 07:31 Stephen Curry hafði ástæðu til að fagna vel í gærkvöld. Getty/Tim Warner Golden State Warriors slógu Houston Rockets enn á ný út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í gærkvöld og varð áttunda og síðasta liðið til að komast áfram í 2. umferð. Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn. NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira
Einvígi liðanna í vesturdeildinni fór í sjö leiki en Steph Curry og félagar unnu oddaleikinn í gær, 103-89, og átti Curry ríkan þátt í því. Hann skoraði 14 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum og sendi Houston, sem endaði í 2. sæti vesturdeildarinnar í deildarkeppninni, endanlega í háttinn. Buddy Hield var einnig frábær og setti niður níu þrista og alls 33 stig. Chef Curry was cooking in the fourth quarter 👨🍳He had 14 of Golden State's 33 4Q PTS to lead them right to the West Semis! Steph joins LeBron James as the ONLY players since 1997-98 to record 10+ PTS in the fourth quarter of FOUR Game 7's 🤯 pic.twitter.com/1JdldrZlna— NBA (@NBA) May 5, 2025 Houston hafði unnið tvo síðustu leiki en tókst ekki að verða fjórtánda liðið í sögunni til að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-1 undir. Þetta er í fimmta sinn frá árinu 2015 sem að Golden State sendir Houston í sumarfrí. Steph and the Warriors eliminate the Rockets AGAIN.Houston has failed to beat Golden State in the playoffs for the fifth time since 2015 😮 pic.twitter.com/mDliYtv8hB— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 5, 2025 „Við sýndum mikla þrautseigju og það létu allir til sín taka. Það hafa allir verið að tal aum liðið okkar í síðustu leikjum, varðandi okkar framkvæmd, orkustigið og allt það. Við náðum að hundsa það og vissum bara að við hefðum 48 mínútur til að grafa djúpt. Allir lögðu sitt að mörkum. Buddy Hield var ótrúlegur,“ sagði Curry eftir leik. Jimmy Butler, sem kom til Golden State frá Miami Heat í skiptum í febrúar, skoraði 20 stig, tók átta fráköst og átti sjö stoðsendingar. „Við höfum þurft að byggja upp liðsanda og traust, á ferðinni, og ég er himinlifandi með að við skyldum ná svona frammistöðu í sjöunda leik. Þessu verkefni er lokið. Fyrsta skrefið komið,“ sagði Curry. Indiana vann deildarmeistarana Golden State spilar því við Minnesota Timberwolves í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Undanúrslitin austanmegin hófust í gær og unnu þá Indiana Pacers 121-112 sigur á Cleveland Cavaliers. Andrew Nembhart skoraði 23 stig fyrir Indiana og Tyrese Haliburton 22. Þetta var fyrsta tap austurdeildarmeistara Cleveland í úrslitakeppninni því liðið hafði unnið 4-0 í einvígi sínu við Miami Heat í fyrstu umferð. „Við erum alveg klárlega ekki taldir sigurstranglegri en við erum að reyna að eiga við það sem við getum. Þetta gefur okkur sjálfstraust en við vorum að spila við besta liðið í okkar deild. Þeir tapa ekki oft,“ sagði Haliburton eftir sigurinn.
NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira