Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 5. maí 2025 19:02 Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var kannski ekki við öðru að búast en að stórútgerðin færi fram með þjósti þegar boðaðar voru breytingar þannig að útgerðin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgang hennar að fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Látið er í veðri vaka að landvinnsla afla leggist af ef veiðigjaldið taki mið af markaðsverði. Landvinnsla sjávarafla er á sumum sviðum lítil hér á landi miðað við sumar aðrar fiskveiðiþjóðir. Eftir því sem næst verður komist er landvinnsla engin á loðnu. Loðnan er flutt út óunnin og verkuð í neytendapakkningar í viðtökulandinu. Landvinnsla er einnig sama og engin á síld. Síldin er flutt út frosin eða söltuð í stórum bláum plasttunnum. Þeir sem vilja verka sjálfir saltsíld í marineraða síld fá ekki að kaupa eina eða tvær tunnur. „Nei við seljum ekki minna en hundrað tunnur í einu,“ sagði forstjóri Síldarvinnslunnar í fyrra . Í móttökulandinu er síldin unnin í neytendapakkningar og seld aftur hingað til lands. Í hverfisversluninni minni er niðurlögð danskverkuð síld. Útgerðarmenn láta í veðri vaka að þeir einir séu til þess hæfir að veiða á miðunum í kringum Ísland. En svo er ekki. Útgerðarmenn fengu einkaaðgang að fiskimiðum fljótlega eftir að kvótakerfið komst á. Þeir þurftu ekkert að greiða fyrir aðganginn. Síðan þá hafa margir þeirra sem fengu kvótann í byrjun selt hann og farið út úr greininni með fullar hendur fjár. Með þessum hætti streymdi fé út úr greininni. Nú hefur stór hluti veiðiheimildanna safnast á fárra hendur sem hagnast það mikið að þeir hafa keypt upp fyrirtæki og eignir eins og prentsmiðjur, dagblað, verslanakeðjur og geta einnig rekið sveit varðliða. Þetta minnir á hvernig aðalsmannastéttir urðu til í Evrópu upp úr hundrað ára stríðinu. Fyrirferð þeirra óx jafnt og þétt. Voru sagðar hafa blátt blóð, gátu ekki umgengist almúgann og pöruðust innbyrðis. Þeim varð ekki haggað nema með blóðugum byltingum. Með þjóðina að baki Tugi umsagna bárust um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar og stór hluti þeirra felur í sér stuðning við áform um hækkun auðlindagjalda enda sanngjörn nálgun og löngu tímabær. „Loksins“ segja margir. Tekið er undir með þeim sem segja að ef útgerðarfyrirtæki eru ósátt geti þau alltaf skilað þjóðinni kvótanum og lagt bara upp laupana. Nú er bara að fylkja liði bak við ríkisstjórnina sem mætt hefur andstöðu frá sjáfargreifunum og hagsmunasamtökum þeirra. Styðjum sem einn maður fyrirhugaðar breytingar á lögum um afnotagjald af auðlindinni eða svo kallað veiðigjald. Hér er sannarlega ekki um neitt kjaftshögg fyrir sjávarútveginn að ræða, heldur leiðrétting á ósanngjörnu kerfi. Þjóðin, eigandi fiskimiðanna, hefur takmarkað fengið að njóta afraksturs auðlindanna fram til þessa. Samfélagið þarf þetta fjármagn til fjölmargra hluta meðal annars til að byggja upp innviði. Hér er um risastórt réttlætismál að ræða. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að bjóða áfram upp á sama óréttlætið og segir hingað og ekki lengra. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun