Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2025 06:32 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Það er mikið fagnaðarefni að sjá árangur í rekstri borgarinnar en ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldahlutfall borgarinnar fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Ég hef því tekið saman 27 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögunum var skilað inn á samráðsvef borgarinnar 30. apríl s.l.Hér birtist þriðjiog síðastihluti tillögupakkans sem snýr að umbótum í þjónustu Reykjavíkurborgar. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 3: UMBÆTUR Í ÞJÓNUSTU Tillaga 21 – Endurnýta og deila efni í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Mikill tími starfsfólks fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunar. Með því að búa til gagnagrunn í skýinu fyrir efni frá öllum skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar er hægt að nýta efnið þvert á borgina og draga úr undirbúningstíma sem fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunnar. Með þessu skapast einnig tækifæri til að nýta betur góðar hugmyndir í skóla og frístundastarfi og þar með auka gæði skóla- og frístundastarfs. Tillaga 22 - Stafvæða og einfalda ferla Með því að einfalda og stafvæða fleiri umsóknar- og þjónustuferla innan borgarkerfisins má fækka handtökum starfsfólks, bæta þjónustu og auka skilvirkni. Sem og að auka hraða og gagnsæi í afgreiðslu umsókna, draga úr pappírsnotkun og einfalda innri verkferla, minnka álag og bæta nýtingu á tíma starfsfólks og þjónustuupplifun íbúa. Tillaga 23 - Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni, þ.e. tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Með markvissri innleiðingu má auka skilvirkni, eftirlit og gæði þjónustu, stuðla að betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjölga þeim sem fá þjónustu velferðarsviðs. Tillaga 24 - Sveigjanleg mönnun í leikskólum Ráða starfsfólk sem er ekki bundið einum leikskóla heldur starfar þvert á skólahverfi og róterar eftir mönnunarþörf hverju sinni. Með því má hugsanlega spara tíma starfsfólks á afleysingarstofu, auka sveigjanleika, draga úr tímabundnum lokunum vegna manneklu og bæta fyrirsjáanleika í rekstri leikskóla. Tillaga 25 - Hlutirnir hugsaðir til enda - uppbygging og endurbætur Við uppbyggingu og endurbætur á húsnæði verði hlutirnir hugsaðir til enda frá upphafi t.a.m. þegar kemur að algildri hönnun, lýsingu, loftræstingu og hljóðvist. Með því sparast að tvítaka þurfi vinnu og þannig er dregið úr kostnaði. Áður en útboð á sér stað fylgi greining frá aðgengisfulltrúa borgarinnar til að tryggja að horft sé til aðgengis áður en verkið hefst. Tillaga 26 – Markviss innleiðing gervigreindar Innleiða gervigreindarlausnir í starfsemi Reykjavíkurborgar með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta þjónustuupplifun og styðja við hraðari og nákvæmari gagnavinnslu og greiningar. Með slíkri innleiðingu má einnig draga úr álagi á starfsfólk og skapa ný tækifæri til nýsköpunar í opinberri þjónustu. Tillaga 27 - Nýta mannauð borgarinnar betur Nýta menntun og reynslu starfsfólks betur í starfi borgarinnar í stað þess að ráða inn nýtt starfsfólk eða kaupa aðkeypta þjónustu til að sinna einstökum verkefnum. Aðstoða starfsfólk við að fá viðurkennt nám erlendis frá. Hluti 1/3 má lesa hér Hluti 2/3 má lesa hér Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Það er mikið fagnaðarefni að sjá árangur í rekstri borgarinnar en ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldahlutfall borgarinnar fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Ég hef því tekið saman 27 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögunum var skilað inn á samráðsvef borgarinnar 30. apríl s.l.Hér birtist þriðjiog síðastihluti tillögupakkans sem snýr að umbótum í þjónustu Reykjavíkurborgar. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 3: UMBÆTUR Í ÞJÓNUSTU Tillaga 21 – Endurnýta og deila efni í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Mikill tími starfsfólks fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunar. Með því að búa til gagnagrunn í skýinu fyrir efni frá öllum skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar er hægt að nýta efnið þvert á borgina og draga úr undirbúningstíma sem fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunnar. Með þessu skapast einnig tækifæri til að nýta betur góðar hugmyndir í skóla og frístundastarfi og þar með auka gæði skóla- og frístundastarfs. Tillaga 22 - Stafvæða og einfalda ferla Með því að einfalda og stafvæða fleiri umsóknar- og þjónustuferla innan borgarkerfisins má fækka handtökum starfsfólks, bæta þjónustu og auka skilvirkni. Sem og að auka hraða og gagnsæi í afgreiðslu umsókna, draga úr pappírsnotkun og einfalda innri verkferla, minnka álag og bæta nýtingu á tíma starfsfólks og þjónustuupplifun íbúa. Tillaga 23 - Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni, þ.e. tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Með markvissri innleiðingu má auka skilvirkni, eftirlit og gæði þjónustu, stuðla að betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjölga þeim sem fá þjónustu velferðarsviðs. Tillaga 24 - Sveigjanleg mönnun í leikskólum Ráða starfsfólk sem er ekki bundið einum leikskóla heldur starfar þvert á skólahverfi og róterar eftir mönnunarþörf hverju sinni. Með því má hugsanlega spara tíma starfsfólks á afleysingarstofu, auka sveigjanleika, draga úr tímabundnum lokunum vegna manneklu og bæta fyrirsjáanleika í rekstri leikskóla. Tillaga 25 - Hlutirnir hugsaðir til enda - uppbygging og endurbætur Við uppbyggingu og endurbætur á húsnæði verði hlutirnir hugsaðir til enda frá upphafi t.a.m. þegar kemur að algildri hönnun, lýsingu, loftræstingu og hljóðvist. Með því sparast að tvítaka þurfi vinnu og þannig er dregið úr kostnaði. Áður en útboð á sér stað fylgi greining frá aðgengisfulltrúa borgarinnar til að tryggja að horft sé til aðgengis áður en verkið hefst. Tillaga 26 – Markviss innleiðing gervigreindar Innleiða gervigreindarlausnir í starfsemi Reykjavíkurborgar með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta þjónustuupplifun og styðja við hraðari og nákvæmari gagnavinnslu og greiningar. Með slíkri innleiðingu má einnig draga úr álagi á starfsfólk og skapa ný tækifæri til nýsköpunar í opinberri þjónustu. Tillaga 27 - Nýta mannauð borgarinnar betur Nýta menntun og reynslu starfsfólks betur í starfi borgarinnar í stað þess að ráða inn nýtt starfsfólk eða kaupa aðkeypta þjónustu til að sinna einstökum verkefnum. Aðstoða starfsfólk við að fá viðurkennt nám erlendis frá. Hluti 1/3 má lesa hér Hluti 2/3 má lesa hér Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun