Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. maí 2025 07:46 Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umræða á Alþingi um breytingu á lögum um veiðigjöld en í þeirri umræðu er mikilvægt að hafa í huga að veiðigjöld eru ekki refsing á útgerðarfyrirtæki. Veiðigjöld eru réttlát greiðsla fyrir afnot af auðlind sem tilheyrir þjóðinni allri. Veiðigjöldin eru hugsuð til að skapa sátt meðal almennings um kvótakerfið sem í eðli sínu takmarkar aðgang landsmanna að sameiginlegri auðlind okkar allra. Við vitum öll að það felast mikil verðmæti í veiðiheimildum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja enda hafa þau skapað gríðarleg verðmæti fyrir fyrirtækin og eigendur þeirra. Veiðigjöldin hafa það hlutverk að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomunni og skapa eins konar “win win” stöðu þar sem þjóðin og fyrirtækin njóta góðs af arðbærum veiðum við Íslandsstrendur. Núgildandi lög um veiðigjöld eru gölluð að því leyti að útgerðir sem eiga alla virðiskeðjuna í starfsemi sinni geta sjálfar ákveðið á hvaða verði þær selja vinnslum í eigin eigu fiskinn sem veiddur er. Veiðigjaldið leggst nefnilega einungis á aflann, og skiptin eru þannig að 33 prósent af hagnaði hans fer í veiðigjald en útgerðin heldur eftir 67 prósentum hagnaðarins. Leiðréttingin sem frumvarpið á að innleiða felur einfaldlega í sér að veiðigjaldið verði reiknað af raunverulegu verðmæti aflans en ekki því verði sem fyrirtækin ákveða sjálf í innri viðskiptum innan eigin samstæðu. Leiðréttingin felur ekki í sér að fyrirtækin þurfi að selja aflann á markaði eins og gert er í Noregi, og geta þau því áfram veitt og unnið fiskinn innan sömu samstæðu. Leiðréttingin felur einfaldlega í sér að markmið laganna um að þjóðin fái 33% hlutdeild af hagnaði aflans séu uppfyllt. Það þarf ekki að dvelja lengi í heitu pottum landsins eða við kaffivélarnar á vinnustöðum til að komast að þeirri niðurstöðu að þjóðin telur sig ekki vera að fá þá réttlátu hlutdeild sem henni ber. Sú afstaða kemur líka mjög skýrt fram í könnunum sem gerðar hafa verið en á síðustu árum hafa kannanir sýnt yfirgnæfandi stuðning þjóðarinnar við að útgerðarfyrirtækin greiði veiðigjald af raunverulegu markaðsverði aflans. Nýjustu kannanir sýna að sú skoðun nær þvert á kjördæmi og stuðningsmenn allra flokka á Alþingi. Sú leiðrétting sem ríkisstjórnin leggur til á Alþingi er lögð fram af stjórn flokka sem allir boðuðu breytingar á þessari gjaldtöku fyrir kosningar, hlutu yfirgnæfandi stuðning kjósenda til að hrinda þeim breytingum í framkvæmd, boðuðu það í stjórnarsáttmála og eru nú að standa við stóru orðin. Það er mikilvægt að samstaða er meðal þjóðarinnar í þessari vegferð. Við finnum það þegar við ferðumst um kjördæmin og við finnum það á spjalli við kjósendur hvert sem við förum. Það er löngu tímabært að finna sáttarflöt á því samfélagsmeini sem deilur um skiptingu á arðinum sem hlýst af nýtingu þjóðarauðlindar eru. Það er ábyrgðarhluti fyrir stjórnmálamenn sem starfa í þágu almennings að takast á við þá áskorun. Ég skora á fulltrúa allra flokka á Alþingi að koma með ríkisstjórninni í þá vegferð að skapa aukna sátt um sjávarútveginn á Íslandi. Með þessari leiðréttingu verður til réttlátt veiðigjald sem byggir á skynsemi, nýtur stuðnings þjóðarinnar og tryggir að arðurinn af sameiginlegri auðlind renni með sanngjörnum hætti til samfélagsins í heild. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun