„Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. maí 2025 12:17 Konan ók bílnum gegnum strandavíðinn og utan í hús Axels. Hún reyndi síðan að spóla í burtu. Kona ók bíl inn í garð nágranna síns og utan í hús hans í Yrsufelli í Reykjavík í morgun. Eigandi hússins var að drekka morgunkaffi þegar hann fann höggið og sá bílinn í garðinum. Konan reyndi síðan að keyra í burtu og gat engar skýringar gefið á árekstrinum. „Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega. Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
„Ég veit ekki hvort þetta var af því hún var að beygja sig eftir síma eða hvað. Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni,“ segir Axel Jón Ellenarson, íbúi í götunni, um nágranni sinn sem ók bílnum inn í garðinn. „Og líka merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið heldur halda áfram eyðileggingunni með því að taka einhverja u-beygju og keyra út úr garðinum, reyna að stinga af,“ segir hann. Konan gat ekki svarað því hvers vegna hún brást við eins og hún gerði. Var að drekka morgunkaffið þegar höggið kom „Ég var bara inni í eldhúsi að drekka morgunkaffið klukkan hálf níu þegar ég fann þetta högg koma á húsið. Ég leit út um gluggann og sá að það var fólk í garðinum og bíll,“ segir Axel og hlær. Axel Jón Ellenarson hrökk við í miðju morgunkaffi þegar bíllinn ók á húsið. „Þetta hefur aldrei gerst frá því að húsið var byggt,“ segir Axel sem býr í Yrsufelli 24 í Breiðholti. Gatan er botnlangi og segir Axel afskaplega gott og rólegt að búa þar. Óvanalegt sé að fólk aki mjög hratt en það séu þó alltaf sumir sem geri það. „Í raun og veru kemur hún inn af planinu og tekur u-beygju inn í húsið. Ég veit ekkert hvað gerist, af því hún gat ekki skýrt frá því, en hún hefur annað hvort verið að aka of hratt eða teygja sig eftir síma,“ segir Axel og bætir við: „Ég veit ekki hvernig það er hægt að gera þetta edrú.“ Axel segist vera á „svolitlum bömmer“ yfir því að strandavíðirinn skyldi eyðileggjast en það sé gott að enginn hafi slasast. Klæðningin á húsinu hafi líka skemmst lítillega.
Umferðaröryggi Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira