Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 16:30 Bryndís setur spurningamerki við ohf. fyrirkomulagið. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð. Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira