Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2025 16:30 Bryndís setur spurningamerki við ohf. fyrirkomulagið. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð. Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Á Alþingi í dag vakti Bryndís athygli á svörum sem fengust frá fjármálaráðherra við fyrirspurn hennar í síðustu viku þar sem fram kemur að ÁTVR hafi ekki tekið tvær tegundir bjórs og áfengan koffíndrykk í sölu, þrátt fyrir að Hæstiréttur og Landsréttur hafi ógilt ákvarðanir um að taka vörurnar ekki í sölu. Kostnaður ríkisins vegna málaferlanna er kominn vel yfir fjórtán milljónir króna, eða hátt í 14,8 milljónir samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Bryndísar. „Í ljós kemur að ríkið hefur greitt margar milljónir í málskostnað, 4 milljónir í einu máli, 3,5 milljónir í öðru, auk dýrrar lögfræðiaðstoðar. Og fyrir hvað? Fyrir að verja ákvarðanir sem hafa verið dæmdar ólögmætar. Það sem er þó alvarlegra en fjárhagslegur kostnaður er að ÁTVR hefur ekki enn brugðist við niðurstöðu dómstóla. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fellt úr gildi synjun stofnunarinnar á vörum tiltekins innflytjenda heldur ÁTVR áfram að neita að taka vörurnar til sölu. Þetta er forkastanlegt. Við búum í réttarríki og stofnanir ríkisins eiga ekki að velja sér hvaða dóma þeir virða,“ sagði Bryndís um málið á Alþingi í dag. ohf. fyrirkomulagið sé mögulega vandamálið Dóma Hæstaréttar beri ekki að líta á sem tillögur, heldur bindandi úrskurði sem hverri ríkisstofnun beri að virða og Bryndís spyr hver beri ábyrgð. „Ráðuneytið virðist þvo hendur sínar af málinu. En ef ekki ráðherra, hver þá? Er það virkilega þannig að ríkisstofnun geti farið sínu fram í trássi við lög og dóma og án þess að nokkur axli ábyrgð?“ spyr Bryndís. Hún velti því fyrir sér hvort um kerfisbundið vandamál sé að ræða og hvort einokunarstaða ÁTVR skapi það sem Bryndís kallar „ábyrgðarlausa menningu“ eða hvort ohf. ríkisfyrirtækjafyrirkomulagið sé vandamálið. „Er það ohf. fyrirkomulagið sem gerir það að verkum að stofnanir telja sig ekki svara neinum nema sjálfum sér. Það er löngu tími kominn tími til að við ræðum ábyrgð ríkisstofnanna, stöðu ríkisfyrirtækja og hvort ohf. formið, sem virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi, sé í raun heppilegt form fyrir fyrirtæki sem hefur einokun á markaði. Við eigum ekki að líða að ríkisstofnanir standi fyrir utan réttarríkið og við eigum ekki að sætta okkur við að skýr niðurstaða Hæstaréttar sé hunsuð,“ sagði Bryndís ennfremur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi Verslun Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira