Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar 6. maí 2025 21:31 Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Inngangur Sjávarútvegur hefur um aldir verið burðarás í íslensku efnahagslífi og samfélagi. Hann hefur skilað gríðarlegum verðmætum inn í þjóðarbúið og skapað fjölda starfa, bæði beint og óbeint, víðs vegar um landið. Þannig hefur myndast keðjuverkun – margföldunaráhrif – þar sem vöxtur og velgengni í sjávarútvegi hefur smitað út frá sér til annarra atvinnugreina og samfélagshluta. Í gegnum árin hafa fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi, bæði stór og smá, byggst upp, þróast og stutt við samfélögin í kringum sig. Þetta hefur gert mörgum kleift að skapa sér og sínum betri framtíð og tryggari lífsskilyrði. Því er mikilvægt að við sem þjóð tökum ekki slíkt framlag sem sjálfsagt, heldur kunnum að meta það sem vel hefur gengið. Frá niðursveiflu til nýsköpunar Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að finna tímabil þar sem sjávarútvegur var rekin með miklum tapi. Útgerðin var nánast á núlli – í besta falli. Á þeim tíma þurfti ríkið oft að greiða með greininni, meðal annars í formi styrkja og stuðningsaðgerða. Hagnaður var ekki talinn æskilegur, og útgerð var jafnvel fordæmd ef hún sýndi jákvæða afkomu. En nú er öldin önnur. Eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi hafa loksins getað ráðist í endurskipulagningu og uppbyggingu, fjárfest í nýjum skipum, tækni og nýsköpun. Þetta hefur fært greininni aukna sjálfbærni og virðingu á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð í heiminum í dag með vinnslubúnað og tækni sem þróuð er og framleidd á Íslandi. Starfsfólk sjávarútvegsins og fjölskyldur þeirra eru hjartað í þessari starfsemi, og velferð þeirra ræðst af árangri fyrirtækjanna. Ábyrgð og neikvæð umræða Það er ekki öllum gefið að standa í atvinnurekstri – að axla ábyrgð á rekstri, fjárfestingum og lífsviðurværi fjölda annarra. Það krefst hugrekkis, þekkingar og staðfestu. Því ber að virða þá sem leggja sig fram við að skapa atvinnutækifæri og byggja upp verðmæti fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir þetta hefur umræðan um sjávarútveg á Íslandi lengi verið lituð af tortryggni og jafnvel hatri. Í meira en þrjátíu ár hafa einstaklingar í greininni mátt þola uppnefni á borð við „sægreifar“, „glæpamenn“ og „ræningjar“. Slík orðræða, sem kemur bæði úr röðum stjórnmálamanna og almennings, hefur staðið yfir linnulaust í rúm 30 ár og er afar ósanngjörn. Þetta hefur haft djúpstæð áhrif á ímynd greinarinnar og jafnvel á líf þeirra sem í henni starfa. Alþingismenn setja reglurnar sem fyrirtæki í atvinnurekstri ber að fara eftir og þannig er það með kvótakerfið. Niðurstaða Við verðum að spyrja okkur: Hverjar eru afleiðingarnar ef við áfram vanmetum, fyrirlíum og tölum niður þá sem skapa verðmæti? Er skynsamlegt að ýta atvinnugreinum sem skila arði úr landi með neikvæðri umræðu og fjandskap? Nú á að drepa niður sjávarútveginn með ofurskattheimtu, viðbótarskatti og það virðist hlakka í sumum þingmönnum og maður spyr sig hvert þessir þingmenn séu yfirhöfuð færir um að axla ábyrgð á sínum störfum fyrir land og þjóð. Í stað þess að tortryggja árangur ættum við að hvetja til ábyrgðar, umbóta og uppbyggingar – því á endanum nýtur samfélagið allt góðs af öflugum og heilbrigðum sjávarútvegi. Höfundur er áhugasamur um sjávarútveg á Íslandi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun