Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar 7. maí 2025 07:00 Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda. Markmið tillögunnar er skýrt: Að tryggja að einn viðkvæmasti hópur samfélagsins — ungt jaðarsett fólk með fjölþætt geðræn vandamál og félagslegan vanda — fái áfram þá þjónustu sem reynst hefur vel, meðan unnið er að heildstæðri framtíðarsýn um fyrirkomulag þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Janus endurhæfing hefur starfað í rúm 26 ár og veitt samþætta, einstaklingsmiðaða þjónustu sem sameinar heilbrigðis-, mennta- og velferðarsvið í þágu einstaklingsins. Þeir sem þekkja starfsemina best — fagfólk, notendur og aðstandendur — hafa lýst þeirri miklu óvissu og ógn sem steðjar að nú þegar ekki liggja fyrir neinar skýrar tillögur eða hugmyndir um hvað taki við. Yfir 3.000 manns hafa lýst yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi, sem og fjölmörg fagfélög og sérfræðingar. Leitun er að þeim sem geta útskýrt hvers vegna leggja eigi starfsemina niður. Að standa við gefin loforð Ríkisstjórnin hefur ítrekað lagt áherslu á að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja jafnt aðgengi að úrræðum — sérstaklega fyrir ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Þessi þingsályktun er í fullu samræmi við þær áherslur og býður upp á raunhæfar aðgerðir sem hægt er að hrinda í framkvæmd án tafar: bráðabirgðasamning við Janus endurhæfingu, virkt samráð við fag- og notendahópa, og að unnið sé markvisst að heildstæðri framtíðarsýn. Það er ósk mín að tillagan verði grunnur fyrir ríkisstjórnina til að sýna pólitískan vilja, hugrekki og ábyrgð. Það verður því áhugavert að sjá hversu margir þingmenn stjórnarflokkanna standa með tillögunni — en þegar þessi grein er rituð hef ég fengið fjölmarga tölvupósta með staðfestingu um stuðning þingmanna stjórnarandstöðuflokka. Á sama tíma hafa engin viðbrögð borist frá stjórnarþingmönnum. Ekki einum. Þetta mikilvæga málefni á ekki að snúast um pólitík eða hvort við styðjum einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eður ei. Þetta snýst um viðkvæma einstaklinga sem þurfa á þjónustu á borð við Janus endurhæfingu að halda. Þetta er líflínan þeirra! Við getum valið að grípa inn í Aðgerðarleysi í þessu máli er aðgerð í sjálfu sér — og slík aðgerð bitnar á fólki sem getur engan veginn brugðist við. Með þessari tillögu vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa brú yfir það óhuggulega bil sem nú blasir við og hefja vinnu að nýrri lausn sem nýtur trausts notenda, fagfólks og samfélagsins alls. Ungt fólk með fjölþættan vanda á ekki að falla á milli kerfa. Það er okkar að grípa það og útvega þjónustuúrræði við hæfi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Einhverfa Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku legg ég fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að tryggja áframhaldandi starfsemi Janusar endurhæfingar eða tryggja sambærilega geðendurhæfingu fyrir ungmenni með fjölþættan vanda. Markmið tillögunnar er skýrt: Að tryggja að einn viðkvæmasti hópur samfélagsins — ungt jaðarsett fólk með fjölþætt geðræn vandamál og félagslegan vanda — fái áfram þá þjónustu sem reynst hefur vel, meðan unnið er að heildstæðri framtíðarsýn um fyrirkomulag þjónustu við þennan viðkvæma hóp. Janus endurhæfing hefur starfað í rúm 26 ár og veitt samþætta, einstaklingsmiðaða þjónustu sem sameinar heilbrigðis-, mennta- og velferðarsvið í þágu einstaklingsins. Þeir sem þekkja starfsemina best — fagfólk, notendur og aðstandendur — hafa lýst þeirri miklu óvissu og ógn sem steðjar að nú þegar ekki liggja fyrir neinar skýrar tillögur eða hugmyndir um hvað taki við. Yfir 3.000 manns hafa lýst yfir stuðningi við áframhaldandi starfsemi, sem og fjölmörg fagfélög og sérfræðingar. Leitun er að þeim sem geta útskýrt hvers vegna leggja eigi starfsemina niður. Að standa við gefin loforð Ríkisstjórnin hefur ítrekað lagt áherslu á að efla geðheilbrigðisþjónustu og tryggja jafnt aðgengi að úrræðum — sérstaklega fyrir ungt fólk í viðkvæmri stöðu. Þessi þingsályktun er í fullu samræmi við þær áherslur og býður upp á raunhæfar aðgerðir sem hægt er að hrinda í framkvæmd án tafar: bráðabirgðasamning við Janus endurhæfingu, virkt samráð við fag- og notendahópa, og að unnið sé markvisst að heildstæðri framtíðarsýn. Það er ósk mín að tillagan verði grunnur fyrir ríkisstjórnina til að sýna pólitískan vilja, hugrekki og ábyrgð. Það verður því áhugavert að sjá hversu margir þingmenn stjórnarflokkanna standa með tillögunni — en þegar þessi grein er rituð hef ég fengið fjölmarga tölvupósta með staðfestingu um stuðning þingmanna stjórnarandstöðuflokka. Á sama tíma hafa engin viðbrögð borist frá stjórnarþingmönnum. Ekki einum. Þetta mikilvæga málefni á ekki að snúast um pólitík eða hvort við styðjum einkarekstur í heilbrigðiskerfinu eður ei. Þetta snýst um viðkvæma einstaklinga sem þurfa á þjónustu á borð við Janus endurhæfingu að halda. Þetta er líflínan þeirra! Við getum valið að grípa inn í Aðgerðarleysi í þessu máli er aðgerð í sjálfu sér — og slík aðgerð bitnar á fólki sem getur engan veginn brugðist við. Með þessari tillögu vil ég leggja mitt af mörkum til að skapa brú yfir það óhuggulega bil sem nú blasir við og hefja vinnu að nýrri lausn sem nýtur trausts notenda, fagfólks og samfélagsins alls. Ungt fólk með fjölþættan vanda á ekki að falla á milli kerfa. Það er okkar að grípa það og útvega þjónustuúrræði við hæfi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun