Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 08:14 Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. EPA/JIM LO SCALZO Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa skipað þarlendum leyniþjónustum að auka umfang njósna og upplýsingaöflunar á Grænlandi. Meðal markmiða er að finna grænlenska og danska aðila sem styðja yfirtöku Bandaríkjanna á eyjunni, sem Donald Trump, forseti, hefur talað um að Bandaríkin „verði að eignast“. Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður. Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Eins og frægt er hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað sagt að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland af öryggisástæðum. Hann hefur ekki viljað útiloka beitingu hervalds og sagt að Grænland verði eign Bandaríkjanna með einum hætti eða öðrum. Sjá einnig: Sendi Dönum tóninn Starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur meðal annars verið skipað að afla upplýsinga um frelsishreyfingu Grænlands og viðhorf heimamanna til mögulegrar námuvinnslu Bandaríkjamanna þar. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal eiga þeir einnig að bera kennsl á fólk á Grænlandi og í Danmörku sem styður markmið Bandaríkjanna varðandi Grænland. Þetta ku vera eitt fyrsta skrefið sem ríkisstjórn Trumps tekur í átt að mögulegri yfirtöku Grænlands. Leyniþjónustur Bandaríkjanna munu samkvæmt skipun frá Tulsi Gabbard, sem er yfir málefnum leyniþjónustanna, leggja meiri áherslu á Grænland. Í yfirlýsingu frá henni til WSJ segir að starfsmenn miðilsins ættu að skammast sín fyrir að taka þátt í herferð „djúpríkisins“ svokallaða gegn Trump. Meðlimir djúpríkisins leki upplýsingum í pólitískum tilgangi og brjóti þannig lög og grafi undan öryggi og lýðræði Bandaríkjanna. Einn heimildarmaður WSJ, fyrrverandi háttsettur starfsmaður einnar leyniþjónustu Bandaríkjanna sem sérhæfði sig í málefnum Evrópu, segir auðlindir Bandaríkjanna þegar kemur að söfnun upplýsinga og njósna séu í eðli þeirra takmarkaðar. Þess vegna sé þeim yfirleitt beitt gegn meintum ógnum en ekki bandalagsríkjum Bandaríkjanna. Grænland hafi ekki verið í sigti Bandaríkjamanna áður.
Bandaríkin Donald Trump Grænland Danmörk Norðurslóðir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10 McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12
Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30. apríl 2025 12:10
McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. 12. febrúar 2025 17:49