Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar 7. maí 2025 11:02 Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru nú liðnir 66 dagar frá því að hjálparaðstoð komst síðast að á Gaza með almennilegum hætti. 66 dagar án aðstoðar. Og á meðan líður fólk skort sem enginn ætti að þurfa að þola. Í dag eru engin lyf í boði fyrir veik börn og særða. Enginn matur fyrir fjölskyldur sem hafa misst heimili sín. Engar bólusetningar, jafnvel fyrir þau yngstu. Hveitið er búið. Bensínið að klárast. Og hungursneyð vofir yfir – ástand sem er alfarið af mannavöldum. Við erum að tala um tvær milljónir manna, þéttbýlt samfélag á svæði sem spannar aðeins 365 ferkílómetra. Til samanburðar: Það er um helmingur stærðar Suðurnesja. Fólk kemst hvorki inn né út. Yfir fimmtíu þúsund manns hafa verið drepin. Yfir fimmtán þúsund börn. Sami fjöldi barna og er í grunnskólum Reykjavíkur. UNRWA – Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínu – er stoðin í lífsbjargandi aðstoð. Markvisst er þrengt að stofnuninni til að draga úr þrótti hennar. Hver dagur, hver klukkustund, hver mínúta skiptir öllu máli. Þegar alþjóðasamfélagið stendur hjá og hjálpar ekki – þá verður það hluti af vandanum. Þögn er afstaða. Aðgerðaleysi kostar líf. Afstaða Íslands skiptir máli Þess vegna skiptir máli hvernig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, hefur beitt sér á alþjóðavettvangi. Með skýrri afstöðu. Með því að flýta greiðslum til UNWRA, með því að taka afstöðu, hvort sem er um Eurovision eða stærri þætti. Með því að eiga tvíhliða samtöl hvert sem hún fer og þrýsta á lausn mála. Nú síðast bárust fréttir af því í morgun að utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar mótmæla áformum Ísraelsstjórnar á Gaza opinberlega. Ráðherrarnir segja skýrt að hugmyndir um brottflutning séu skýrt brot á alþjóðalögum og ítreka nauðsyn þess að matar- og neyðaraðstoð berist tafarlaust inn á Gaza. Ég vona að þetta skref þessara sex evrópsku ríkja muni marka vatnaskil í andvaraleysi og afstöðuleysi – eða máttleysi alþjóðasamfélagsins vegna þjóðarmorðsins sem við erum að verða vitni að. Það getur ekki verið svo að alþjóðakerfið okkar lamist. Að það hafi engar afleiðingar að þverbrjóta alþjóðalög með stríðsglæpum og grimmd. Ef fleiri ríki sýna hugrekki og fylgja eftir gæti myndast raunverulegur þrýstingur á að stöðva þennan hrylling - áður en það verður of seint. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar