Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. maí 2025 06:32 Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Vinnumarkaður Alþingi Verkalýðsdagurinn 17. júní Páskar Jón Júlíus Karlsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun