Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Árni Jóhannsson skrifar 7. maí 2025 22:18 Þjálfari Njarðvíkinga Einar Árni Jóhannsson hafði í nægu að snúast. Vísir / Jón Gautur Hannesson Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95. Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Einar Árni var beðinn um að útskýra hvernig hans konur lifðu af þennan leik eftir af eftir allt sem hafði gengið á. „Ætli maður verði ekki bara að benda á hvað við hreyfðum boltann vel og skutum honum vel. Paulina gerði vel í að halda þessu í jafnvægi og við fengum kött og sniðskot og hittum vel úr þristum. Hulda og Krista voru svo geggjaðar eins og ég þekki þær. Eina var beðinn um að tala aðeins um annan leikhlutann þar sem Njarðvíkingar skoruðu fyrstu 17 stigin. „Ég gerði mér reyndar ekki grein fyrir því að þetta voru fyrstu 17 stigin en mér fannst við spila fyrst og síðast þéttan og öflugan varnarleik. Frábært líka að sjá hversu mikið við skoruðum úr hraðaupphlaupum á meðan Haukar gerðu það ekki. Svo var þetta bara blanda af óheppni og klaufaskap að fara ekki með meira forskot inn í hálfleikinn. Við vitum líka að við erum að spila við gríðarlega öflugt lið á þeirra heimavelli og vissum að það kæmi áhlaup. Það er fegurðin við þennan leik. Ég hugsa að hlutlausir hafi verið sáttir með þetta en við hefðum getað passað boltann betur í seinni hálfleik þegar þær ná að skera niður forskotið hratt. Við hinsvegar stigum upp og það er fullt af stórum play-um í lokin.“ Um loka sókn Hauka í fyrri hálfleik, þar sem Diamond Battles skoraði fjögur stig í einni sókn hafði Einar Árni þetta að segja og augnablikin sem fylgdu: „Við vorum búnar að halda þeim í níu stigum í leikhlutanum en þarna fara þær upp í 13 stig. Við vorum búnar að gera hrikalega vel. Þetta var bara vel gert hjá henni. Það sat meira í mér hvernig við byrjuðum seinni en þær kláruðu fyrri.“ Hvernig var það fyrir Einar að fylgjast með þessu sem var í gangi í restina af leiknum? „Það er ótrúlega dýrmætt að fá svona aðgerðir eins frá Kristu. Það vita allir hverjir eru skorararnir okkar og stelpurnar sem eru í kringum þær eru að fá opin skot og Krista er búin að skjóta gríðarlega vel eftir að hún kom til baka úr erfiðum meiðslum. Ég er ótrúlega ánægður fyrir hennar hönd og liðsins því þegar Haukar fara í tvöfaldanir og þrefaldarnir þá verðum við að refsa fyrir það. Þær þora að taka stóru skotin og þær gerðu það svo sannarlega í dag.“ Það er eitt að vinna en að vinna með þessum hætti hvernig sér Einar það fyrir sér að það geti gefið Njarðvíki í einvíginu? „Ég sagði fyrir leik að þetta væri til þess að koma okkur heim. Við litum á þetta sem undanúrslitaleik til að koma okkur í úrslitaleik á laugardaginn. Við ætlum að kíkja vel á þennan leik, byggja ofan á það sem vel var gert, skera niður tapaða bolta til dæmi og koma aftur hingað.“
Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Njarðvíkurkonur eyðilögðu Íslandsmestarapartý Haukanna á Ásvöllum í kvöld og tryggðu sér fjórða leikinn í úrslitaeinvígi Bónus deildar kvenna í körfubolta. Njarðvík vann leikinn 95-93 eftir æsispennandi lokasekúndur. 7. maí 2025 18:30