Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 11:03 Þorbjörg Sigríður segir afstöðu sína til málsins skýra. Vísir/Anton Dómsmálaráðherra segist upplifa framferði forsvarsmanna PPP, sem lýst var í Ríkissjónvarpinu í gær, sem svik. Svik við almenning, kerfið og samstarfsmenn í réttarkerfinu. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“ Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara hefðu verið í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, hefði reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn að Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra um málið í opnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. Hvað henni þætti um það og hvort hún teldi málið benda til þess að réttaröryggi, persónuvernd og traust til lögreglu væru í hættu. Lítur málið alvarlegum augum Þorbjörg Sigríður þakkaði Ingibjörgu fyrir fyrirspurnina en sagðist þegar hafa svarað henni. Hún vildi þó gjarnan vilja endurtaka svarið. „Ég lít þetta mál mjög alvarlegum augum. Ég lít á þetta sem svik þeirra sem að þessu máli stóðu. Svik við það fólk sem um ræðir. Þetta eru svik við kerfið, þetta eru svik við samstarfsfólk, sem vinnur af heilindum innan kerfisins við að vinna að mikilvægum verkefnum í þágu samfélagsins alls og þetta eru svik við allan almenning.“ Málið liggi ekki ljóst fyrir en það sé þó nægilega upplýst til þess að unnt sé að fullyrða þetta Verkefni ráðherra að tryggja upplýsingaöryggi Þorbjörg Sigríður segir að verkefni hennar sem dómsmálaráðherra sé fyrst og fremst að vera með hugann við það alla daga að tryggja öryggi fólksins í landinu. „Það varðar líka að við tryggjum öryggi upplýsinga um fólk og mitt verkefni er að verja og tryggja traust almennings til réttarkerfisins. Það sorglega við svona mál er að þegar eitthvað af þessum toga kemur upp, þá er það allt kerfið sem tekur reikninginn. Ég veit og átta mig á því að það verður mitt verkefni, meðal annarra, að svara fyrir þetta.“ Málið til skoðunar hjá nefndinni og Ríkissaksóknara Hún segir að það sem blasi við henni sé að gögn hafi komist í hendur manna sem ekki hafi átt að hafa þau í höndum og að þau hafi verið hagnýtt með einhverjum hætti. „Til viðbótar vil ég árétta að málið er til skoðunar hjá Nefnd um eftirlit með lögreglu og það er til skoðunar hjá embætti Ríkissaksóknara. Það eru þær stofnanir sem fara með málið sem stendur en afstaða mín er algerlega skýr um alvarleika málsins.“
Alþingi Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Tengdar fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? 8. maí 2025 10:02
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent