Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2025 11:54 Nigel Farage og Umbótaflokkur hans vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum í vikunni og mælist með tæp 30 prósent í könnunum á landsvísu. Aðeins um fjórðungur kjósenda vill flokkinn þó í ríkisstjórn. Vísir/EPA Engin möguleg samsteypustjórn nýtur meirihlutastuðnings á meðal breskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun. Þrátt fyrir að Umbótaflokkur Nigels Farage fari með himinskautum í könnunum eru fáir sem vilja sjá flokkinn í ríkisstjórn. Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf. Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Umbótaflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningum á Bretlandi í vikunni þar sem stóru flokkarnir tveir, Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn, guldu afhroð. Flokkur Farage, sem var einn helsti hvatamaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, er hægri þjóðernispopúlistaflokkur sem leggur áherslu á harðari innflytjendastefnu og afneitar loftslagsvandanum. Úrslitin voru í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem hafa sýnt Umbótaflokkinn með mest fylgi bresku flokkanna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins nýtur stuðnings innan við fimmtungs kjósenda um þessar mundir og Íhaldsflokkurinn hefur ekki borið barr sitt eftir að hann var gjörsigraður í síðustu þingkosningum. Verkamannaflokkurinn vann meirihluta með þriðjung atkvæða í kosningunum í fyrra. Nú stefnir hins vegar í að atkvæðin dreifist á fleiri flokka og líkur eru þannig á að enginn flokkur næði meirihluta á þingi. Þá þyrfti að mynda samsteypustjórn en þær eru fátíðar á Bretlandi í seinni tíð. Eina skiptið sem það hefur gerst eftir seinna stríð var samsteypustjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata sem var mynduð eftir kosningarnar 2010. Rétt um fjórðungur vill Umbótaflokkinn í stjórn Ekki virðist hlaupið að því að mynda samsteypustjórn eins og staðan er núna. Enginn kostur nýtur stuðnings meirihluta í skoðanakönnun fyrirtækisins Yougov sem var birt í dag. Flestum hugnast einhvers konar samsteypustjórn Verkamannaflokksins við ýmist Frjálslynda demókrata og/eða Græningja, 37-38 prósent. Hátt í helmingi hugnast slíkt stjórnarmynstur hins vegar ekki. Þrátt fyrir velgengni Umbótaflokksins í könnunum og sveitarstjórnarkosningunum eru ekki margir sem vilja sjá þá í samsteypustjórn. Meirihlutasamstarf Umbótaflokks og Íhaldsflokks nýtur stuðnings 27 prósent svarenda í könnuninni en tæp sextíu prósent segjast ekki vilja sjá hana. Which potential coalitions have the most support from Britons? Lab-LD: 38% support Lab-LD-Grn: 38% Lab-Grn: 37% Con-Ref: 27% Con-LD: 23% Con-Grn: 20% Lab-SNP: 20% Con-Lab: 15% LD-Ref: 15% Lab-Ref: 10% yougov.co.uk/politics/art...[image or embed]— YouGov (@yougov.co.uk) May 8, 2025 at 10:34 AM Mest andstaða er við samsteypustjórn Umbótaflokksins og Verkamannaflokksins, 74 prósent. Litlu færri vilja ekki með nokkru móti sjá Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn fara saman í eina sæng. Þá er ekki eftirspurn eftir samstarfi Frjálslyndra demókrata og Umbótaflokksins. Þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnarsetu einstakra flokka sögðust 26 prósent vilja sjá annað hvort Verkamannaflokkinn eða Umbótaflokkinn í ríkisstjórn. Rétt rúmur fimmtungur vildi Frjálslynda demókrata í stjórn og fimmtungur Íhaldsflokkinn. Vilja eins flokks stjórn Lítill áhugi er á samsteypustjórn almennt samkvæmt niðurstöðunum könnunarinnar og minnstur á meðal kjósenda þeirra þriggja flokka sem mælast stærstir. Aðeins rétt rúmur fjórðungur svarenda vill samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka. Kjósendum Umbótaflokksins hugnast best samstarf við Íhaldsflokkinn sem Farage segist hafa leyst af hólmi sem helsta stjórnarandstöðuflokk landsins, alls 66 prósent. Rúmur þriðjungur getur þó hugsað sér samstarf við Verkamannaflokkinn. Íhaldsmenn vilja flestir vinna með annað hvort Umbótaflokknum eða Frjálslyndum demókrötum, 55 prósent styðja hvorn kost um sig. Um og yfir áttatíu prósent kjósenda Verkamannaflokksins eru til í samstarf við hina tvo flokkana á vinstri vængnum og miðjunni. Áhuginn á samstarfi til hægri er afar takmarkaður. Fimmtungur gæti séð fyrir sér samstarf við Íhaldsflokkinn en aðeins þrettán prósent við Umbótaflokkinn. Áhugi frjálslyndra demókrata við Farage er afar takmarkaður, um tíu prósent kjósenda flokksins eru til í það ríkisstjórnarsamstarf.
Bretland Kosningar í Bretlandi Skoðanakannanir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira