Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar 9. maí 2025 13:01 Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn. Til hamingju með hann. Fróðlegt er að skoða niðurstöður könnunar Gallups um afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknar og hvort ganga skuli í Evrópusambandið. Í könnun Gallups á stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið kemur í ljós að 72% landsmanna eru fylgjandi því að þjóðin greiði atkvæði en 17,6% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 80% þjóðarinnar fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að þjóðin greiði atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið? Hér á eftir verður aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu. Í ljós kemur að um 75% karla eru fylgjandi því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu og 87% kvenna. Mikill meirihluti í öllum aldurshópum styður atkvæðagreiðslu. Mestu er stuðningurinn hjá fólki á aldrinum 40 til 49 ára, en minnstur hjá þeim sem eru yfir sjötugt eða 71%. Á landsbyggðinni vill 78% slíka þjóðaratkvæðagreiðslu en 81-83% í höfðuðborginni og nágrenni. Ekki er martækur eftir menntun eða tekjum, en mikill eftir stjórnmálaskoðunum. Hjá Viðreisn, Pírötum og Samfylkingu eru nær allir sem afstöðu tóku fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða 97-99%. Um 92% stuðningur er við atkvæðagreiðsluna hjá Flokki fólksins. Hjá Miðflokki skiptast stuðningsmenn í jafnar fylkingar, en hjá Sjálfstæðismönnum er stuðningurinn minnstur eða 41% þeirra sem taka afstöðu og 59% þeirra á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurt var: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland gangi í Evrópusambandið? Niðurstöður eru þær að 43,0% landsmanna eru fylgjandi aðild og 38,6%% eru á móti. Ef aðeins er lítið á þá sem afstöðu tóku eru 55% þjóðarinnar fylgjandi aðild. Hér á eftir er aðeins litið á þá sem afstöðu tóku. Fleiri karlar en konur lýsa yfir skoðun á aðild, en þegar aðeins er litið á þá sem afstöðu tóku er ekki munur á kynjunum. Meirihluti í aldurshópum til 59 ára styður aðild eða um 60%, en lítill munur er hjá þeim sem eru á sjötugsaldri. Hjá þeim sem eru yfir sjötugt eru 56% á móti. Á landsbyggðinni er mest andstaða eða 55% á móti en 45% með. Á höfuðborgarsvæðinu eru aftur á móti rétt um 60% þeirra sem afstöðu tóku fylgjandi aðild. Hjá þeim sem eru með háskólapróf er mestur stuðningur við aðild eða um 60% en um 50% hjá fólki með framhaldsskólapróf og 53% hjá þeim sem hafa grunnskólapróf. Nær allir tekjuhópar eru fylgjandi aðild og almennt fer stuðningur vaxandi með hærri tekjum, nema hjá þeim sem eru með yfir tvær milljónir í fjölskyldutekjur á mánuði, en þar er stuðningurinn þó 56%. Mestur er stuðningurinn hjá Samfylkingu eða 92% þeirra sem afstöðu tóku, 86% hjá Viðreisn og 81% hjá Pírötum. Hjá VG og Flokki fólksins er stuðningurinn um 60%, en miklu minni hjá stjórnarandstöðunni. Hjá Miðflokki eru 84% á móti aðild, hjá Sjálfstæðismönnum 85% þeirra sem taka afstöðu og 89% Framsóknarmanna. Nánar um könnun Gallups. Þetta var netkönnun. Úrtak var 1.714 manns af landinu öllu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallups, 823 svöruðu. Könnunin var gerð 27. mars – 8. apríl. Ekki eftir neinu að bíða Engum blöðum er um það að fletta að vilji þjóðarinnar stendur til þess að fá að taka afstöðu til næstu skrefa í Evrópumálum. Engin ástæða er til þess að fresta því að hefja undirbúning slíkrar atkvæðagreiðslu og að hún fari fram á næstunni. Evrópudagurinn er tilvalinn til þess, fyrir þá sem vilja framvindu í þessum málum, að ganga til liðs við Evrópuhreyfinguna og skrá sig á þessari slóð: www.evropa.is. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun