Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 20:50 45 barnanna voru á leikskólanum Mánagarði. Vísir/Einar 45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð. „Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira