Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar 13. maí 2025 14:30 Í síðastliðinni viku var minnst tveggja tímamóta í sögu Evrópu; áttatíu ár eru liðin frá því að Þýskaland lýsti yfir ósigri í seinni heimsstyrjöldinni og Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur. Evrópudagurinn, 9. maí, er haldinn til að minnast Schuman-yfirlýsingarinnar frá 1950, sem markar upphaf náinnar samvinnu Evrópuríkja á sviði efnahags- og öryggismála. Þessir atburðir tengjast vissulega mjög náið. Tvær ástæður voru helstar fyrir því að ríki Evrópu hófu að vinna nánar saman eftir seinna stríð. Fyrri ástæðan var sú að leiðtogar ríkjanna voru einbeittir í að átökum ríkjanna yrði að linna. Um aldir höfðu margir leiðtogar Evrópu freistað þess að auka mátt sinn og megin með því að herja á nágranna sína og reyna yfirtöku landa þeirra. Með aukinni samvinnu Evrópuríkja á þessum tíma var gerð sú tilraun að efla hvert og eitt ríki með því að auka viðskipti og önnur samskipti þeirra í millum. Hin síðari ástæða var sú að austari hluti álfunnar var undirlagður og jafnvel hersetinn af Sovétríkjunum og rökstuddur grunur var um að þeir hygðust ekki láta þar staðar numið. Ísland í samstarfi með öðrum ríkjum Evrópu Hér á Íslandi hverfist umræðan um samvinnu Evrópuríkja í kjölfar seinna stríðs einkum um Evrópusambandið (ESB) og hvort Ísland sé þar innanborðs eður ei. Myndin er þó flóknari en svo. Ísland á í margskonar samstarfi við ríki Evrópu. Þar má nefna Schengen-samstarfið hvar 29 Evrópuríki hafa ákveðið að viðhafa ekki landamæraeftirlit þegar ferðast er á milli ríkjanna og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en markmið ÖSE er að stuðla að friði, öryggi og samvinnu aðildarlandanna og standa vörð um virðingu fyrir mannréttindum. Þá er Ísland eitt fjögurra ríkja sem enn eru í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Ísland hefur einnig undirritað Mannréttindasáttmála Evrópu og tekur þátt í framkvæmd hans. Þá stofnuðu ríki í Vestur-Evrópu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) þar sem aðildarríki sameinuðust um varnir sínar og að ábyrgjast hvort annað ef á þau verður ráðist. Að endingu er rétt að nefna að þrjú ríki EFTA hafa gert samning við ESB, m.a. um aðgang að innri markaði ESB, oftast kenndur við Evrópska efnahagssvæðið (EES) en sá samningur er án efa mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland er aðili að, a.m.k. nú um stundir. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Viðreisnar, Flokks Fólksins og Samfylkingarinnar er kveðið á um að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna Íslands við ESB eigi síðar en 2027. Á meðal flokka sem sæti eiga á Alþingi er ekki einhugur um nefndar aðildarviðræður en það er mikilvægt að þjóðin fái að ákveða hvort framhald verður á viðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Verði það ákvörðun þjóðarinnar að halda viðræðunum áfram og þær leiði til þess að samningur verður gerður verður hann einnig borinn undir þjóðina. Ágreiningur um alþjóðlegt samstarf Í andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður er ýmislegt týnt til. Sumir vilja alls ekki fjalla um málið og bera fyrir sig að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka nema í fullri sátt bæði almennings og kjörinna fulltrúa. Það er engum blöðum um það að fletta að vissulega væri ágætt ef breið sátt væri um öll mál, alþjóðamál sem önnur. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur iðulega verið ágreiningur um ákvarðanir í utanríkispólitík á Íslandi, jafnvel djúpstæður ágreiningur. Aðildin að NATO beinlínis klauf þjóðina. Sama má segja um undirritun EES-samningsins. Hvoru tveggja ákvarðanir sem hafa reynst farsælar fyrir land og þjóð. Þeir sem tala nú fyrir sjónarmiðum gegn aðild Íslendinga að NATO og EES eru á jaðri íslenskra stjórnmála. Með sömu rökum má segja að það standi upp á andstæðinga ESB-aðildar að útskýra fyrir okkur hvers vegna það megi ekki tala um íslenska hagsmuni í alþjóðasamstarfi, s.s. varðandi ESB aðild, nema fyrir því sé mikil eða alger sátt. Dæmin sem nefnd hafa verið benda einmitt til þess að eftir á að hyggja hafi verið teknar góðar ákvarðanir um mál sem töluverður ágreiningur var um. Íslendingar hafa í gegnum EES-samstarfið skuldbundið sig til að samræma íslensk lög við reglur ESB í því skyni að tryggja að sömu reglur gildi á öllum innri markaði Evrópu. Á sama tíma og þetta er nauðsynlegur þáttur í þátttöku okkar á Evrópska efnahagssvæðinu hefur þetta þá ókosti að Ísland er þiggjandi að regluverki án þess að koma að því að semja það og halda hagsmunum landsins til haga þegar reglurnar eru samdar. Andstæðingar ESB-aðildar hafa gert lítið úr þessu álitaefni með því að segja að sökum fámennis muni Ísland lítil sem engin áhrif hafa á sameiginlegu evrópsku þingi eða öðrum stofnunum ESB. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ísland er yfirleitt eitt fámennasta eða jafnvel fámennasta ríkið í því alþjóðasamstarfi sem við eigum aðild að. Því var haldið fram þegar Ísland gerðist stofnaðili NATO að þar myndum við hverfa í skugga stórveldanna. Raunin hefur orðið allt önnur. Ísland hefur í raun stækkað í hverju alþjóðastarfi sem það er aðili að. Þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna var það grundvallaratriði að þarna væri NATO ríki að styðja sjálfstæðisbaráttu ríkja. Aðild Íslands að EFTA er einnig lykilþáttur í því að unnt er að starfrækja EES-samninginn. Það að Íslendingar séu fámenn þjóð hefur aldrei verið tilefni til að draga landið úr alþjóðastarfi. Hvers vegna ætti það þá að koma sérstaklega til álita þegar kemur að því að taka ákvörðun um að taka þátt í alþjóðlegu starfi? Hverjir eru hagsmunir Íslands? Samstarf með öðrum ríkjum er ávallt mikilvæg spurning kannski einmitt mikilvægasta spurningin sem við fáumst við á hverjum tíma. Hún var mikilvæg þegar við gengum í NATO, gerðumst aðilar að EFTA og undirrituðum EES-samninginn. Ísland hefur aldrei goldið þess að vera fámennt ríki í alþjóðasamstarfi þvert á móti. Með samstarfi með öðrum ríkjum hefur rödd Íslands heyrst hátt og skýrt í samfélagi þjóða. Miklu hærra en ef við hefðum staðið ein. Það skiptir nefnilega máli að eiga sæti við borðið, sérstaklega fyrir fámenna eyþjóð í norðri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Grímsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku var minnst tveggja tímamóta í sögu Evrópu; áttatíu ár eru liðin frá því að Þýskaland lýsti yfir ósigri í seinni heimsstyrjöldinni og Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur. Evrópudagurinn, 9. maí, er haldinn til að minnast Schuman-yfirlýsingarinnar frá 1950, sem markar upphaf náinnar samvinnu Evrópuríkja á sviði efnahags- og öryggismála. Þessir atburðir tengjast vissulega mjög náið. Tvær ástæður voru helstar fyrir því að ríki Evrópu hófu að vinna nánar saman eftir seinna stríð. Fyrri ástæðan var sú að leiðtogar ríkjanna voru einbeittir í að átökum ríkjanna yrði að linna. Um aldir höfðu margir leiðtogar Evrópu freistað þess að auka mátt sinn og megin með því að herja á nágranna sína og reyna yfirtöku landa þeirra. Með aukinni samvinnu Evrópuríkja á þessum tíma var gerð sú tilraun að efla hvert og eitt ríki með því að auka viðskipti og önnur samskipti þeirra í millum. Hin síðari ástæða var sú að austari hluti álfunnar var undirlagður og jafnvel hersetinn af Sovétríkjunum og rökstuddur grunur var um að þeir hygðust ekki láta þar staðar numið. Ísland í samstarfi með öðrum ríkjum Evrópu Hér á Íslandi hverfist umræðan um samvinnu Evrópuríkja í kjölfar seinna stríðs einkum um Evrópusambandið (ESB) og hvort Ísland sé þar innanborðs eður ei. Myndin er þó flóknari en svo. Ísland á í margskonar samstarfi við ríki Evrópu. Þar má nefna Schengen-samstarfið hvar 29 Evrópuríki hafa ákveðið að viðhafa ekki landamæraeftirlit þegar ferðast er á milli ríkjanna og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) en markmið ÖSE er að stuðla að friði, öryggi og samvinnu aðildarlandanna og standa vörð um virðingu fyrir mannréttindum. Þá er Ísland eitt fjögurra ríkja sem enn eru í Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Ísland hefur einnig undirritað Mannréttindasáttmála Evrópu og tekur þátt í framkvæmd hans. Þá stofnuðu ríki í Vestur-Evrópu, ásamt Bandaríkjunum og Kanada Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) þar sem aðildarríki sameinuðust um varnir sínar og að ábyrgjast hvort annað ef á þau verður ráðist. Að endingu er rétt að nefna að þrjú ríki EFTA hafa gert samning við ESB, m.a. um aðgang að innri markaði ESB, oftast kenndur við Evrópska efnahagssvæðið (EES) en sá samningur er án efa mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland er aðili að, a.m.k. nú um stundir. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Viðreisnar, Flokks Fólksins og Samfylkingarinnar er kveðið á um að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna Íslands við ESB eigi síðar en 2027. Á meðal flokka sem sæti eiga á Alþingi er ekki einhugur um nefndar aðildarviðræður en það er mikilvægt að þjóðin fái að ákveða hvort framhald verður á viðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Verði það ákvörðun þjóðarinnar að halda viðræðunum áfram og þær leiði til þess að samningur verður gerður verður hann einnig borinn undir þjóðina. Ágreiningur um alþjóðlegt samstarf Í andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður er ýmislegt týnt til. Sumir vilja alls ekki fjalla um málið og bera fyrir sig að slíkar ákvarðanir eigi ekki að taka nema í fullri sátt bæði almennings og kjörinna fulltrúa. Það er engum blöðum um það að fletta að vissulega væri ágætt ef breið sátt væri um öll mál, alþjóðamál sem önnur. Staðreyndin er hins vegar sú að það hefur iðulega verið ágreiningur um ákvarðanir í utanríkispólitík á Íslandi, jafnvel djúpstæður ágreiningur. Aðildin að NATO beinlínis klauf þjóðina. Sama má segja um undirritun EES-samningsins. Hvoru tveggja ákvarðanir sem hafa reynst farsælar fyrir land og þjóð. Þeir sem tala nú fyrir sjónarmiðum gegn aðild Íslendinga að NATO og EES eru á jaðri íslenskra stjórnmála. Með sömu rökum má segja að það standi upp á andstæðinga ESB-aðildar að útskýra fyrir okkur hvers vegna það megi ekki tala um íslenska hagsmuni í alþjóðasamstarfi, s.s. varðandi ESB aðild, nema fyrir því sé mikil eða alger sátt. Dæmin sem nefnd hafa verið benda einmitt til þess að eftir á að hyggja hafi verið teknar góðar ákvarðanir um mál sem töluverður ágreiningur var um. Íslendingar hafa í gegnum EES-samstarfið skuldbundið sig til að samræma íslensk lög við reglur ESB í því skyni að tryggja að sömu reglur gildi á öllum innri markaði Evrópu. Á sama tíma og þetta er nauðsynlegur þáttur í þátttöku okkar á Evrópska efnahagssvæðinu hefur þetta þá ókosti að Ísland er þiggjandi að regluverki án þess að koma að því að semja það og halda hagsmunum landsins til haga þegar reglurnar eru samdar. Andstæðingar ESB-aðildar hafa gert lítið úr þessu álitaefni með því að segja að sökum fámennis muni Ísland lítil sem engin áhrif hafa á sameiginlegu evrópsku þingi eða öðrum stofnunum ESB. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Ísland er yfirleitt eitt fámennasta eða jafnvel fámennasta ríkið í því alþjóðasamstarfi sem við eigum aðild að. Því var haldið fram þegar Ísland gerðist stofnaðili NATO að þar myndum við hverfa í skugga stórveldanna. Raunin hefur orðið allt önnur. Ísland hefur í raun stækkað í hverju alþjóðastarfi sem það er aðili að. Þegar Ísland viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna var það grundvallaratriði að þarna væri NATO ríki að styðja sjálfstæðisbaráttu ríkja. Aðild Íslands að EFTA er einnig lykilþáttur í því að unnt er að starfrækja EES-samninginn. Það að Íslendingar séu fámenn þjóð hefur aldrei verið tilefni til að draga landið úr alþjóðastarfi. Hvers vegna ætti það þá að koma sérstaklega til álita þegar kemur að því að taka ákvörðun um að taka þátt í alþjóðlegu starfi? Hverjir eru hagsmunir Íslands? Samstarf með öðrum ríkjum er ávallt mikilvæg spurning kannski einmitt mikilvægasta spurningin sem við fáumst við á hverjum tíma. Hún var mikilvæg þegar við gengum í NATO, gerðumst aðilar að EFTA og undirrituðum EES-samninginn. Ísland hefur aldrei goldið þess að vera fámennt ríki í alþjóðasamstarfi þvert á móti. Með samstarfi með öðrum ríkjum hefur rödd Íslands heyrst hátt og skýrt í samfélagi þjóða. Miklu hærra en ef við hefðum staðið ein. Það skiptir nefnilega máli að eiga sæti við borðið, sérstaklega fyrir fámenna eyþjóð í norðri. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar