Betri borg Alexandra Briem skrifar 13. maí 2025 14:45 Nú hefur verið framkvæmd úttekt á 20 stórum verkefnum í stafrænni umbreytingu þjónustu Reykjavíkurborgar, sem voru hluti af átakinu sem hófst árið 2020. Árangurinn af þeim er einstaklega góður. Sammanlagt hafa, úr þessum 20 verkefnum, sparast árlega: 613.935.287 kr. í beinhörðum peningum 12.957 klukkustundir af tíma borgarbúa 7.267 klukkustundir af tíma starfsfólks 330.193 km af eknum kílómetrum 240.790 prentaðar blaðsíður 40.986 tonn af kolefnisútblæstri Þegar samfélagslegur sparnaður, svo sem tímasparnaður borgarbúa og starfsfólks, er umreiknaður í fjárhagslegan ávinning, nemur heildarsparnaður Reykjavíkurborgar 709 mkr. á ári. Það samsvarar samanlögðum sparnaði upp á 2,8 makr. á fjögurra ára tímabili, frá því markvisst átak í stafrænni umbreytingu hófst. Þessi umbreyting er sannarlega að skila sér, þó vissulega kosti það ákveðna fjárfestingu í upphafi, þá skilar það sér margfalt til baka að eiga góða stafræna innviði, eiga kerfi sem eru læs á gögn hvert frá öðru, að yfirfara þjónustu og breyta verklagi til þess að eyða flöskuhálsum. Við spörum tíma íbúa og starfsfólks og nýtum fjármuni borgarbúa betur inn í framtíðina. Í ljósi Sögunnar Það er þess virði að líta aðeins yfir sögu þessarar umbreytingar. Þegar Covid stóð sem hæst var tekin sameiginleg og þverpólitískt ákvörðun í borgarstjórn um það að draga ekki saman seglin þá, heldur þvert á móti að gefa aðeins í. Það var til þess að halda góðu þjónustustigi þegar fólk þurfti á því að halda, og til þess að taka þátt í því að halda atvinnulífinu gangandi, eins og seðlabankinn og ríkisstjórnin hvöttu sveitarfélög til, en þess í stað að gera ráð fyrir því að vaxa út úr vandanum og þá frekar draga saman seglin þegar faraldurinn væri liðinn hjá. Sú áætlun hét Græna planið og byggðist á þremur grunn forsendum. Að viðbragðið okkar væri grænt og ábyrgt með tilliti til umhverfis, að það væri samfélagslega ábyrgt og að það væri skynsamlegt fjárhagslega og stuðlaði að nýsköpun, vexti og betri rekstri. Það plan gekk vel, og við sjáum það á ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2024 að það er að ganga eftir. Sú söguskoðun að um hafi verið að ræða óábyrgt eyðslufyllerí sem einhver utanaðkomandi þyrfti að grípa inn í er fullkomlega röng, enda var lagt upp með heildstæða margra ára áætlun árið 2020. Við erum núna farin að uppskera árangurinn, og þó svo sjálfu átakinu sé lokið höldum við áfram að umbreyta þjónustu borgarinnar og efla gagnainnviði. Þjónustuumbreyting Stafræna umbreytingin, sem er í grunninn endurhönnun á þjónustu, hjálpar okkur að nýta fjármagn betur, tíma starfsfólks, tíma borgarbúa. Hún minnkar kolefnissporið og hún eyðir flöskuhálsum. Við kaupum okkar lausnir í útboðum og aðlögum þær að okkar þörfum. Við erum ekki að reka hugbúnaðarhús eins og haldið hefur verið fram. Þó svo við tölum um stafræna umbreytingu, þá er þetta í rauninni þjónustubreyting, og ákveðin menningarbreyting. Tæknin býr bara til ákveðið tækifæri til að taka upp og endurskoða úrelt verklag, eyða flöskuhálsum og bæta þjónustu. Reykjavíkurborg hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa einstaklega öflugt starfsfólk með framtíðarsýn, sem hefur unnið þrekvirki í að uppfæra þjónustu og innviði borgarinnar. Það hefur líka verið nauðsynlegt að pólitísk samstaða hefur verið um þessa umbreytingu, en stór kerfi þarfnast þess að hafa traust á pólitísku forystunni þegar ráðast á í svona miklar breytingar, en það er nauðsynlegt að stjórnmálin hafi skilning á málaflokknum, mikilvægi hans og þess hve gífurlega mikill ágóði, bæði samfélagslegur og beinlínis fjárhagslegur, eru af því að vinna þetta verkefni vel Framtíðin Næst á dagskrá eru nýtt málakerfi fyrir mál á Velferðarsviði, nýtt mannauðs- og launakerfi og uppfærsla á svokölluðu gagnalandslagi borgarinnar, þar eru miklir hagsmunir undir og ef vel tekst til munu þessi verkefni það spara bæði mikinn tíma og háar fjárhæðir. Við viljum auka samstarf við ríkið, við önnur sveitarfélög og við ísland.is. Við hlökkum til að ný ríkisstjórn sýni á spilin með það hvað standi til að gera í stafrænni umbreytingu og samstarfi við sveitarfélögin, en ég veit að þar er til mikils að vinna og mikill ávinningur sem getur náðst á stöðlun og samræmingu kerfa og einföldun þjónustugátta. Reykjavíkurborg er núna leiðandi í innleiðingu stafrænnar þjónustu og árangurinn er farinn að skila sér, hraði tækniþróunar er einungis að aukast og því mikilvægara en nokkru sinni að ríki og sveitarfélög taki sitt hlutverk og sína ábyrgð í veitingu þjónustu, vinnslu gagna og hagkvæmni í rekstri alvarlega. Við þurfum áfram öflugan mannauð og skýra pólitíska forystu til þess að tryggja að okkar innviðir séu góðir, að við nýtum tíma og peninga vel og að þjónustan sem við veitum sé góð Höfundur er formaður Stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Rekstur hins opinbera Píratar Borgarstjórn Reykjavík Stafræn þróun Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið framkvæmd úttekt á 20 stórum verkefnum í stafrænni umbreytingu þjónustu Reykjavíkurborgar, sem voru hluti af átakinu sem hófst árið 2020. Árangurinn af þeim er einstaklega góður. Sammanlagt hafa, úr þessum 20 verkefnum, sparast árlega: 613.935.287 kr. í beinhörðum peningum 12.957 klukkustundir af tíma borgarbúa 7.267 klukkustundir af tíma starfsfólks 330.193 km af eknum kílómetrum 240.790 prentaðar blaðsíður 40.986 tonn af kolefnisútblæstri Þegar samfélagslegur sparnaður, svo sem tímasparnaður borgarbúa og starfsfólks, er umreiknaður í fjárhagslegan ávinning, nemur heildarsparnaður Reykjavíkurborgar 709 mkr. á ári. Það samsvarar samanlögðum sparnaði upp á 2,8 makr. á fjögurra ára tímabili, frá því markvisst átak í stafrænni umbreytingu hófst. Þessi umbreyting er sannarlega að skila sér, þó vissulega kosti það ákveðna fjárfestingu í upphafi, þá skilar það sér margfalt til baka að eiga góða stafræna innviði, eiga kerfi sem eru læs á gögn hvert frá öðru, að yfirfara þjónustu og breyta verklagi til þess að eyða flöskuhálsum. Við spörum tíma íbúa og starfsfólks og nýtum fjármuni borgarbúa betur inn í framtíðina. Í ljósi Sögunnar Það er þess virði að líta aðeins yfir sögu þessarar umbreytingar. Þegar Covid stóð sem hæst var tekin sameiginleg og þverpólitískt ákvörðun í borgarstjórn um það að draga ekki saman seglin þá, heldur þvert á móti að gefa aðeins í. Það var til þess að halda góðu þjónustustigi þegar fólk þurfti á því að halda, og til þess að taka þátt í því að halda atvinnulífinu gangandi, eins og seðlabankinn og ríkisstjórnin hvöttu sveitarfélög til, en þess í stað að gera ráð fyrir því að vaxa út úr vandanum og þá frekar draga saman seglin þegar faraldurinn væri liðinn hjá. Sú áætlun hét Græna planið og byggðist á þremur grunn forsendum. Að viðbragðið okkar væri grænt og ábyrgt með tilliti til umhverfis, að það væri samfélagslega ábyrgt og að það væri skynsamlegt fjárhagslega og stuðlaði að nýsköpun, vexti og betri rekstri. Það plan gekk vel, og við sjáum það á ársreikningi borgarinnar fyrir árið 2024 að það er að ganga eftir. Sú söguskoðun að um hafi verið að ræða óábyrgt eyðslufyllerí sem einhver utanaðkomandi þyrfti að grípa inn í er fullkomlega röng, enda var lagt upp með heildstæða margra ára áætlun árið 2020. Við erum núna farin að uppskera árangurinn, og þó svo sjálfu átakinu sé lokið höldum við áfram að umbreyta þjónustu borgarinnar og efla gagnainnviði. Þjónustuumbreyting Stafræna umbreytingin, sem er í grunninn endurhönnun á þjónustu, hjálpar okkur að nýta fjármagn betur, tíma starfsfólks, tíma borgarbúa. Hún minnkar kolefnissporið og hún eyðir flöskuhálsum. Við kaupum okkar lausnir í útboðum og aðlögum þær að okkar þörfum. Við erum ekki að reka hugbúnaðarhús eins og haldið hefur verið fram. Þó svo við tölum um stafræna umbreytingu, þá er þetta í rauninni þjónustubreyting, og ákveðin menningarbreyting. Tæknin býr bara til ákveðið tækifæri til að taka upp og endurskoða úrelt verklag, eyða flöskuhálsum og bæta þjónustu. Reykjavíkurborg hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa einstaklega öflugt starfsfólk með framtíðarsýn, sem hefur unnið þrekvirki í að uppfæra þjónustu og innviði borgarinnar. Það hefur líka verið nauðsynlegt að pólitísk samstaða hefur verið um þessa umbreytingu, en stór kerfi þarfnast þess að hafa traust á pólitísku forystunni þegar ráðast á í svona miklar breytingar, en það er nauðsynlegt að stjórnmálin hafi skilning á málaflokknum, mikilvægi hans og þess hve gífurlega mikill ágóði, bæði samfélagslegur og beinlínis fjárhagslegur, eru af því að vinna þetta verkefni vel Framtíðin Næst á dagskrá eru nýtt málakerfi fyrir mál á Velferðarsviði, nýtt mannauðs- og launakerfi og uppfærsla á svokölluðu gagnalandslagi borgarinnar, þar eru miklir hagsmunir undir og ef vel tekst til munu þessi verkefni það spara bæði mikinn tíma og háar fjárhæðir. Við viljum auka samstarf við ríkið, við önnur sveitarfélög og við ísland.is. Við hlökkum til að ný ríkisstjórn sýni á spilin með það hvað standi til að gera í stafrænni umbreytingu og samstarfi við sveitarfélögin, en ég veit að þar er til mikils að vinna og mikill ávinningur sem getur náðst á stöðlun og samræmingu kerfa og einföldun þjónustugátta. Reykjavíkurborg er núna leiðandi í innleiðingu stafrænnar þjónustu og árangurinn er farinn að skila sér, hraði tækniþróunar er einungis að aukast og því mikilvægara en nokkru sinni að ríki og sveitarfélög taki sitt hlutverk og sína ábyrgð í veitingu þjónustu, vinnslu gagna og hagkvæmni í rekstri alvarlega. Við þurfum áfram öflugan mannauð og skýra pólitíska forystu til þess að tryggja að okkar innviðir séu góðir, að við nýtum tíma og peninga vel og að þjónustan sem við veitum sé góð Höfundur er formaður Stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar