Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:32 Dedrick Basile býr sig undir að skjóta. vísir/hulda margrét Dedrick Basile, leikstjórnandi Tindastóls, viðurkennir að Stólarnir hafi misst stjórn á tilfinningum sínum í öðrum leiknum gegn Stjörnumönnum í úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Hann er staðráðinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
„Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31
„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33