Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 14. maí 2025 15:02 Í athyglisverðri grein eftir formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á vef Vísis í gær er fjallað um fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi og vandamál sem af henni geti hlotist. Þar kemur fram að í Danmörku hafi árið 2023 verið „felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu.“ Í greininni segir einnig: „Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga.“ Þetta er vitaskuld alvarlegt mál ef rétt er – sem ég hef enga ástæðu til að efast um. Það getur vissulega verið eðlilegt og sjálfsagt að gera kröfur um íslenskukunnáttu til þeirra sem sinna ákveðnum störfum sem fela í sér málleg samskipti við þjónustuþega. Þetta á einkum við í störfum þar sem mikilvægt er að ekkert fari milli mála – í bókstaflegri merkingu – svo sem i ýmsum störfum í heilbrigðiskerfinu. Slíkar kröfur eru málefnalegar og eiga ekkert skylt við rasisma, en vandinn er hins vegar sá að oft virðast kröfur um tungumálakunnáttu byggjast á einhverju öðru en mikilvægi kunnáttunnar sjálfrar. Áðurnefnd breyting í Danmörku hefur væntanlega verið gerð til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum – ólíklegt er að hún byggist á rannsóknum sem sýni að dönskukunnátta skipti minna máli en áður var talið. Umræðan um kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra er sama marki brennd. Hún sprettur upp í tengslum við ýmss konar óánægju með fjölgun leigubílstjóra og ástandið á leigubílamarkaði, og í henni er ýmsu blandað saman. Í viðtali við innviðaráðherra á Bylgjunni nýlega var t.d. vísað í fréttir um að kaffihúsi leigubílstjóra í eigu Isavia á Keflavíkurflugvelli hefði verið „breytt í bænahús“ og þegar Birgir Þórarinsson hugðist leggja fram frumvarp um íslenskukunnáttu leigubílstjóra í fyrra sagði Morgunblaðið frá fjölda kvartana um erlenda leigubílstjóra sem m.a hefðu „lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um“ og „gjaldtaka hafi verið óheyrileg.“ Vitanlega kemur þetta íslenskukunnáttu ekkert við. Það er mikilvægt að sem flest þeirra sem hér búa skilji og tali íslensku – mikilvægt fyrir fólkið sjálft, fyrir Íslendinga, fyrir samfélagið, og fyrir íslenskuna. En eitt er að telja íslenskukunnáttu æskilega og mikilvæga og annað að gera um hana ófrávíkjanlegar kröfur, og þótt kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra kunni að vera málefnalegar verður ekki annað séð en verið sé að nota þær sem yfirskin til að losna við leigubílstjóra sem þykja óæskilegir af öðrum ástæðum. Þetta dæmi, og niðurfelling dönskuprófs hjúkrunarfræðinga í Danmörku, sýnir hvernig kröfur um tungumálakunnáttu stjórnast stundum af atvinnuástandi í tilteknum starfsgreinum frekar en af hagsmunum og öryggi viðskiptavina og sjúklinga – hvað þá hagsmunum tungumálsins. Í greininni sem vísað var til í upphafi segir enn fremur: „Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk?“ Þetta er umræða sem mikilvægt er að fari fram hér – málefnaleg umræða, byggð á skýrum rökum, um hvort eðlilegt sé að gera kröfur um íslenskukunnáttu á ýmsum sviðum og til ýmissa starfa – og þá hvaða kröfur, og til hvaða starfa. Slík umræða verður að vera raunsæ og taka mið af því að innflytjendur eru ómissandi á íslenskum vinnumarkaði og halda ýmsum starfsgreinum gangandi, og einnig af því að íslenskunám er erfitt og tekur tíma og eðlilegt er að fólk fái aðlögunartíma og því séu sköpuð skilyrði til námsins. En það verður að vera hægt að ræða þetta án þess að umræðan fari strax í skotgrafir og fólki sé ýmist brugðið um rasisma, útlendingahatur og þjóðrembu eða þá skeytingarleysi gagnvart íslenskunni og lítilsvirðingu í garð hennar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í athyglisverðri grein eftir formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á vef Vísis í gær er fjallað um fjölgun erlendra hjúkrunarfræðinga á Íslandi og vandamál sem af henni geti hlotist. Þar kemur fram að í Danmörku hafi árið 2023 verið „felld niður krafa um danskt tungumálapróf, bara hjá hjúkrunarfræðingum en ekki öðrum heilbrigðisstéttum. Í kjölfar þeirra ákvörðunar varð bein aukning í tilvikum þar sem öryggi sjúklinga var ógnað vegna tungumálavankunnáttu.“ Í greininni segir einnig: „Hér á landi er ekki gerð krafa um íslenskukunnáttu hjúkrunarfræðinga og eru mörg dæmi þess að það hefur bitnað á þjónustunni til okkar skjólstæðinga.“ Þetta er vitaskuld alvarlegt mál ef rétt er – sem ég hef enga ástæðu til að efast um. Það getur vissulega verið eðlilegt og sjálfsagt að gera kröfur um íslenskukunnáttu til þeirra sem sinna ákveðnum störfum sem fela í sér málleg samskipti við þjónustuþega. Þetta á einkum við í störfum þar sem mikilvægt er að ekkert fari milli mála – í bókstaflegri merkingu – svo sem i ýmsum störfum í heilbrigðiskerfinu. Slíkar kröfur eru málefnalegar og eiga ekkert skylt við rasisma, en vandinn er hins vegar sá að oft virðast kröfur um tungumálakunnáttu byggjast á einhverju öðru en mikilvægi kunnáttunnar sjálfrar. Áðurnefnd breyting í Danmörku hefur væntanlega verið gerð til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum – ólíklegt er að hún byggist á rannsóknum sem sýni að dönskukunnátta skipti minna máli en áður var talið. Umræðan um kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra er sama marki brennd. Hún sprettur upp í tengslum við ýmss konar óánægju með fjölgun leigubílstjóra og ástandið á leigubílamarkaði, og í henni er ýmsu blandað saman. Í viðtali við innviðaráðherra á Bylgjunni nýlega var t.d. vísað í fréttir um að kaffihúsi leigubílstjóra í eigu Isavia á Keflavíkurflugvelli hefði verið „breytt í bænahús“ og þegar Birgir Þórarinsson hugðist leggja fram frumvarp um íslenskukunnáttu leigubílstjóra í fyrra sagði Morgunblaðið frá fjölda kvartana um erlenda leigubílstjóra sem m.a hefðu „lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um“ og „gjaldtaka hafi verið óheyrileg.“ Vitanlega kemur þetta íslenskukunnáttu ekkert við. Það er mikilvægt að sem flest þeirra sem hér búa skilji og tali íslensku – mikilvægt fyrir fólkið sjálft, fyrir Íslendinga, fyrir samfélagið, og fyrir íslenskuna. En eitt er að telja íslenskukunnáttu æskilega og mikilvæga og annað að gera um hana ófrávíkjanlegar kröfur, og þótt kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra kunni að vera málefnalegar verður ekki annað séð en verið sé að nota þær sem yfirskin til að losna við leigubílstjóra sem þykja óæskilegir af öðrum ástæðum. Þetta dæmi, og niðurfelling dönskuprófs hjúkrunarfræðinga í Danmörku, sýnir hvernig kröfur um tungumálakunnáttu stjórnast stundum af atvinnuástandi í tilteknum starfsgreinum frekar en af hagsmunum og öryggi viðskiptavina og sjúklinga – hvað þá hagsmunum tungumálsins. Í greininni sem vísað var til í upphafi segir enn fremur: „Á meðan ekki er gerð krafa um íslenskukunnáttu af hálfu yfirvalda, freistast einstaka stofnanir til að ráða hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni til starfa áður en þeir geta átt full samskipti við sína skjólstæðinga og fylgja því jafnvel ekki eftir að þeir læri íslensku. Í þjóðfélaginu er iðulega rætt um íslenskukunnáttu ýmissa stétta. Fólk hefur pirrað sig á því að geta t.d. ekki átt samskipti á íslensku á veitingahúsum við starfsfólk og nýverið lýsti innviðaráðherra því yfir að leigubílstjórar ættu að vera skyldugir til að læra íslensku, það yrði gert af tilliti við öryggi farþega. Ég spyr því, af hverju á eitthvað annað að gilda fyrir hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk?“ Þetta er umræða sem mikilvægt er að fari fram hér – málefnaleg umræða, byggð á skýrum rökum, um hvort eðlilegt sé að gera kröfur um íslenskukunnáttu á ýmsum sviðum og til ýmissa starfa – og þá hvaða kröfur, og til hvaða starfa. Slík umræða verður að vera raunsæ og taka mið af því að innflytjendur eru ómissandi á íslenskum vinnumarkaði og halda ýmsum starfsgreinum gangandi, og einnig af því að íslenskunám er erfitt og tekur tíma og eðlilegt er að fólk fái aðlögunartíma og því séu sköpuð skilyrði til námsins. En það verður að vera hægt að ræða þetta án þess að umræðan fari strax í skotgrafir og fólki sé ýmist brugðið um rasisma, útlendingahatur og þjóðrembu eða þá skeytingarleysi gagnvart íslenskunni og lítilsvirðingu í garð hennar. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun