Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar 14. maí 2025 15:32 Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekktur. Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið að hitta margt forystufólk annarra landa í íþróttum. Þegar þau spyrja hver sé lykilþátturinn í gróskumiklu íþróttastarfi Íslendinga er mitt fyrsta svar alltaf sjálfboðaliðinn. Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins. Takk! Munum öll að þakka þessum mikla fjölda einstaklinga fyrir sína samfélagsvinnu, eitt lítið takk gerir mikið. Án þeirra væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund minni og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar, við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin dreifast á fáar hendur. Samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það byggir á sterkri grasrót, djúpum metnaði – og ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi. Hver króna kemur margfalt til baka Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi, og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum, hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk, þau verða virkir þátttakendur í samfélaginu, hvort sem þau verði kennarar, múrarar, læknar eða góðir nágrannar. Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisútgjöldum og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu – fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri KKÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Hannes S. Jónsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekktur. Ég hef verið svo lánsamur að hafa fengið að hitta margt forystufólk annarra landa í íþróttum. Þegar þau spyrja hver sé lykilþátturinn í gróskumiklu íþróttastarfi Íslendinga er mitt fyrsta svar alltaf sjálfboðaliðinn. Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins. Takk! Munum öll að þakka þessum mikla fjölda einstaklinga fyrir sína samfélagsvinnu, eitt lítið takk gerir mikið. Án þeirra væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund minni og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar, við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin dreifast á fáar hendur. Samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Það byggir á sterkri grasrót, djúpum metnaði – og ómetanlegu sjálfboðaliðastarfi. Hver króna kemur margfalt til baka Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi, og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum, hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk, þau verða virkir þátttakendur í samfélaginu, hvort sem þau verði kennarar, múrarar, læknar eða góðir nágrannar. Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisútgjöldum og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu – fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar og framkvæmdastjóri KKÍ.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar