Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar 16. maí 2025 07:02 Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59. Ég veit, ekki mjög spennandi umfjöllunarefni. En gefið mér smá séns! Samkvæmt samantekt minni á þinglegri meðferð fríverslunarsamninga EFTA er það nefnilega algjört einsdæmi að umræða um fríverslunarsamning taki slíkan tíma. Að minnsta kosti frá aldamótum. Þátttakendum í umræðunni tókst því að slá met í lengd umræðu um fríverslunarsamning á vegum EFTA-ríkjanna. Fyrra met mölbrotið Áður hafði verið rætt lengst um fullgildingu fríverslunarsamninga EFTA-ríkjanna við Tyrkland og Filippseyjar árið 2019. Umræða um hvorn samning tók rúmlega eina og hálfa klukkustund, samanlagt í fyrri og síðari umræðum. Efnisleg umræða um þessa tvo samninga fjallaði um hvort það væri góður bragur á því að Íslendingar fullgiltu samningana á sama tíma og stjórnvöld í þessum tveimur ríkjum, þar sem ríkisstjórnir Erdogans og Dutertes stæðu fyrir mannréttindabrotum. Þessir samningar voru afgreiddir úr utanríkismálanefnd með fyrirvara af sumum nefndarmönnum og sumir flokkar lögðust gegn fullgildingu samninganna við atkvæðagreiðslu í þinginu. Hvað er það þá við fríverslunarsamninginn við Taíland sem stóð svona í þingheimi? Stutta svarið: Ekkert. Fjögurra tíma tal um gagnsemi og möguleika Utanríkismálanefnd þingsins var þvert á móti einróma um fullgildingu samningsins í nefndaráliti sínu og allir viðstaddir þingmenn samþykktu þingsályktunartillöguna þegar hún var borin upp til atkvæða á þingfundi fyrir hádegi í gær. Þrátt fyrir þetta náðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks að halda uppi umræðu um samninginn í rúmar fjórar klukkustundir í fyrradag. Aðallega um hvað þeir væru ánægðir með hann og öll tækifærin sem í honum fælust. Umræðan fór allvíða. Einn þingmaður minntist á að hann teldi að hljómsveitin Sigur Rós hefði verið á ferðalagi um Asíu fyrir skemmstu, þó hefði sveitin sennilega ekki spilað í Taílandi. Með aukinni velsæld Taílands og stækkandi millistétt myndu þó möguleikar Taílendinga til að taka á móti menningu aukist og mögulega gætu Íslendingar líka farið að kynna sér taílenskar bókmenntir í auknum mæli með auknum viðskiptatengslum þjóðanna. Það fer þó eftir því hvort Íslendingar muni geta lesið sér til gagns í framtíðinni, en umræðan spannst á einum tímapunkti yfir í samanburð á íslenska menntakerfinu og því taílenska. „Ef við höldum áfram sömu leið mun Taíland fara upp og við fara niður,“ sagði einn þingmaður í þeim upplýsandi samræðum. Þegar klukkan var farin að ganga níu í fyrrakvöld ræddu tveir þingmenn það sín á milli hvort íslenska kvótakerfið gæti nýst taílenskum sjávarútvegi. Hvort aflamarkskerfið okkar væri hreinlega sjálfstæð útflutningsvara. Í þeirri áhugaverðu umræðu var því meðal annars haldið til haga að þegar kæmi að nýtingu auðlinda sjávar skipti ekki öllu máli hvort þjóðir teldu 400 þúsund manns eða 70 milljónir. Grunnlögmálin væru þau sömu og fiskarnir syntu í sjónum óháð því hversu margir mennirnir væru í landi. Þingmaðurinn sem lét þau orð falla sló þó þann fyrirvara að hann væri ekki fræðimaður á sviðinu. Til hamingju! Bryndísi Haraldsdóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni, Jóni Pétri Zimsen, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Þorsteini B. Sæmundssyni, Þorgrími Sigmundssyni, Sigríði Á. Andersen, Gísla Stefánssyni, Ólafi Adolfssyni og Karli Gauta Hjaltasyni óska ég hjartanlega til hamingju með umræðuna. Umræðu, sem er auðvitað bara ein nýjasta birtingarmynd þess að stjórnarandstaðan mun reyna hvað hún getur til þess að koma í veg fyrir að Alþingi geti starfað með eðlilegum hætti að þeim málum sem ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið sér saman um að hrinda í verk, í þágu fólksins í landinu, með skýrt lýðræðislegt umboð að baki sér. Topp 10 lengstu umræður um fríverslunarsamninga EFTA á Alþingi frá aldamótum Samningur við Taíland (156. þing) – 4 tímar og 18 mínútur Samningur við Filippseyjar (149. þing) – 1 tími og 41 mínúta Samningur við Tyrkland (149. þing) – 1 tími og 37 mínútur Samningur við Georgíu (146. þing) – 46 mínútur Samvinnusamningur við Indland (156. þing) – 41 mínúta Samningur við Persaflóaríkin (140. þing) – 28 mínútur Samningur Ísl., Noregs og Liechtenstein við Bretland (152. þing) – 25 mínútur Samningur við Kanada (135. þing) – 22 mínútur Samningur og landbúnaðarsamningur við Kólumbíu (143. þing) – 18 mínútur Breytingar á samningi við Chile (156. þing) – 16 mínútur Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar og er áhugamaður um fríverslunarsamninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Taíland Utanríkismál Alþingi Samfylkingin Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59. Ég veit, ekki mjög spennandi umfjöllunarefni. En gefið mér smá séns! Samkvæmt samantekt minni á þinglegri meðferð fríverslunarsamninga EFTA er það nefnilega algjört einsdæmi að umræða um fríverslunarsamning taki slíkan tíma. Að minnsta kosti frá aldamótum. Þátttakendum í umræðunni tókst því að slá met í lengd umræðu um fríverslunarsamning á vegum EFTA-ríkjanna. Fyrra met mölbrotið Áður hafði verið rætt lengst um fullgildingu fríverslunarsamninga EFTA-ríkjanna við Tyrkland og Filippseyjar árið 2019. Umræða um hvorn samning tók rúmlega eina og hálfa klukkustund, samanlagt í fyrri og síðari umræðum. Efnisleg umræða um þessa tvo samninga fjallaði um hvort það væri góður bragur á því að Íslendingar fullgiltu samningana á sama tíma og stjórnvöld í þessum tveimur ríkjum, þar sem ríkisstjórnir Erdogans og Dutertes stæðu fyrir mannréttindabrotum. Þessir samningar voru afgreiddir úr utanríkismálanefnd með fyrirvara af sumum nefndarmönnum og sumir flokkar lögðust gegn fullgildingu samninganna við atkvæðagreiðslu í þinginu. Hvað er það þá við fríverslunarsamninginn við Taíland sem stóð svona í þingheimi? Stutta svarið: Ekkert. Fjögurra tíma tal um gagnsemi og möguleika Utanríkismálanefnd þingsins var þvert á móti einróma um fullgildingu samningsins í nefndaráliti sínu og allir viðstaddir þingmenn samþykktu þingsályktunartillöguna þegar hún var borin upp til atkvæða á þingfundi fyrir hádegi í gær. Þrátt fyrir þetta náðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks að halda uppi umræðu um samninginn í rúmar fjórar klukkustundir í fyrradag. Aðallega um hvað þeir væru ánægðir með hann og öll tækifærin sem í honum fælust. Umræðan fór allvíða. Einn þingmaður minntist á að hann teldi að hljómsveitin Sigur Rós hefði verið á ferðalagi um Asíu fyrir skemmstu, þó hefði sveitin sennilega ekki spilað í Taílandi. Með aukinni velsæld Taílands og stækkandi millistétt myndu þó möguleikar Taílendinga til að taka á móti menningu aukist og mögulega gætu Íslendingar líka farið að kynna sér taílenskar bókmenntir í auknum mæli með auknum viðskiptatengslum þjóðanna. Það fer þó eftir því hvort Íslendingar muni geta lesið sér til gagns í framtíðinni, en umræðan spannst á einum tímapunkti yfir í samanburð á íslenska menntakerfinu og því taílenska. „Ef við höldum áfram sömu leið mun Taíland fara upp og við fara niður,“ sagði einn þingmaður í þeim upplýsandi samræðum. Þegar klukkan var farin að ganga níu í fyrrakvöld ræddu tveir þingmenn það sín á milli hvort íslenska kvótakerfið gæti nýst taílenskum sjávarútvegi. Hvort aflamarkskerfið okkar væri hreinlega sjálfstæð útflutningsvara. Í þeirri áhugaverðu umræðu var því meðal annars haldið til haga að þegar kæmi að nýtingu auðlinda sjávar skipti ekki öllu máli hvort þjóðir teldu 400 þúsund manns eða 70 milljónir. Grunnlögmálin væru þau sömu og fiskarnir syntu í sjónum óháð því hversu margir mennirnir væru í landi. Þingmaðurinn sem lét þau orð falla sló þó þann fyrirvara að hann væri ekki fræðimaður á sviðinu. Til hamingju! Bryndísi Haraldsdóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni, Jóni Pétri Zimsen, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Vilhjálmi Árnasyni, Þorsteini B. Sæmundssyni, Þorgrími Sigmundssyni, Sigríði Á. Andersen, Gísla Stefánssyni, Ólafi Adolfssyni og Karli Gauta Hjaltasyni óska ég hjartanlega til hamingju með umræðuna. Umræðu, sem er auðvitað bara ein nýjasta birtingarmynd þess að stjórnarandstaðan mun reyna hvað hún getur til þess að koma í veg fyrir að Alþingi geti starfað með eðlilegum hætti að þeim málum sem ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur komið sér saman um að hrinda í verk, í þágu fólksins í landinu, með skýrt lýðræðislegt umboð að baki sér. Topp 10 lengstu umræður um fríverslunarsamninga EFTA á Alþingi frá aldamótum Samningur við Taíland (156. þing) – 4 tímar og 18 mínútur Samningur við Filippseyjar (149. þing) – 1 tími og 41 mínúta Samningur við Tyrkland (149. þing) – 1 tími og 37 mínútur Samningur við Georgíu (146. þing) – 46 mínútur Samvinnusamningur við Indland (156. þing) – 41 mínúta Samningur við Persaflóaríkin (140. þing) – 28 mínútur Samningur Ísl., Noregs og Liechtenstein við Bretland (152. þing) – 25 mínútur Samningur við Kanada (135. þing) – 22 mínútur Samningur og landbúnaðarsamningur við Kólumbíu (143. þing) – 18 mínútur Breytingar á samningi við Chile (156. þing) – 16 mínútur Höfundur starfar fyrir þingflokk Samfylkingarinnar og er áhugamaður um fríverslunarsamninga.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun