„Við elskum að spila hérna“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. maí 2025 22:02 Aron Elí Sævarsson í leik með Mosfellingum fyrr á tímabilinu. Vísir/Anton Brink „Mér líður ótrúlega vel. Þvílíkur leikur,“ sagði fyrirliði Aftureldingar, Aron Elí Sævarsson, eftir 4-3 endurkomusigur sinna manna gegn KR. Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Afturelding jafnaði leikinn í tvígang í kvöld og í seinna skiptið var það Aron Elí sjálfur sem skoraði. Hrannar Snær Magnússon skoraði svo sigurmarkið á 80. mínútu og allt varð vitlaust á Malbikstöðinni að Varmá. „Við vissum að þetta yrði svakalegur leikur við þetta skemmtilega lið og við erum þekktir fyrir að vera skemmtilegir þannig að við náðum að svara þeim vel í dag og þetta er bara geggjuð tilfinning.“ Áhorfendamet var sett í Mosó í kvöld þegar 1.182 mættu á þennan stórskemmtilega leik. Afturelding hefur ekki enn tapað á heimavelli á tímabilinu og hefur í raun safnað öllum sínum stigum á heimavelli sem eru orðin tíu talsins. „Við elskum að spila hérna. Sjáðu mætinguna, nýtt stuðningsmannalag í dag, bara sól og blíða, alltaf logn hérna í Mosó. Ég held að það sé ekki gaman að koma hingað og spila við okkur.“ Aron Elí var að lokum spurður út í þá vegferð sem Afturelding hefur verið á og þau markmið sem liðið hefur. „Þetta er ótrúlegt. Bara vegferðin sem við höfum verið á síðustu ár raun og veru. Þegar það gengur vel þá koma fleiri aðdáendur og við höfum ákveðið að leggja allt í sölurnar hérna og fá bara Mosfellsbæinn til að mæta. Svo þegar sigrarnir fara að koma og fólk fer að trúa þessu jafn mikið og við trúum þessu þá verður bara áhorfendamet hérna í hverjum leik sennilega.“ „Ég kom hérna fyrir einhverjum fimm til sex árum og við höfum verið að bíða eftir því að komast upp og það var bara orðið tímaspursmál hvenær það yrði. Ég er glaður að við séum að gera það á þeim tíma þegar við erum með massíft lið og getum keppt við þessi lið. Við getum bara keppt við öll liðin í deildinni. Við þurfum auðvitað að bæta margt en viljum sýna að við eigum heima í deildinni.“ Aron Elí er að vonum sáttur við upphafið á tímabilinu, en telur liðið eiga nóg inni. „Þetta hefur verið mjög gott tímabil hingað til og ég held að við eigum bara enn þá meira inni.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Afturelding KR Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira