„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 07:31 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“ Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira