Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. maí 2025 23:17 Hannes S. Jónsson. VÍSIR/VILHELM Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Hannes hefur starfað fyrir KKÍ lengur en elstu menn, og konur, muna. Hann veit vel hversu mörg hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að því íþróttaundri sem það er. Var það umræðuefni hans þegar hann steig upp í pontu. „Virðulegi forseti. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekkt,“ segir Hannes meðal annars í ræðu sinni. Hannes segir lykilinn að „gróskumiklu íþróttastarfi Íslands“ sé sjálfboðaliðinn. „Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins.“ „Án ykkar væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar. Við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin deilast á fáa aðila. En samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda okkur af.“ Þá minntist Hannes á hversu mikilvægar íþróttir eru þegar kemur að forvörnum og hvaða hlutverk þær hafa í að móta ungviði landsins. „Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum. Hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk.“ „Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi.“ Ræðuna í heild sinni má bæði lesa á vef Alþingis sem og það má horfa á hana á vefnum. Körfubolti KKÍ Alþingi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Hannes hefur starfað fyrir KKÍ lengur en elstu menn, og konur, muna. Hann veit vel hversu mörg hafa lagt lóð á vogarskálarnar til að gera Ísland að því íþróttaundri sem það er. Var það umræðuefni hans þegar hann steig upp í pontu. „Virðulegi forseti. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing landsins og flestir landsmenn eiga samleið með hreyfingunni á einhverjum tímapunkti á lífsleiðinni. Okkar skipulagða íþróttastarf hringinn í kringum landið og árangur afreksíþróttafólksins okkar er heimsþekkt,“ segir Hannes meðal annars í ræðu sinni. Hannes segir lykilinn að „gróskumiklu íþróttastarfi Íslands“ sé sjálfboðaliðinn. „Íþróttastarfið okkar er byggt upp af dugmiklum sjálfboðaliðum í sinni heimabyggð og sínu nærumhverfi, frá grasrótinni upp í afreksstarf fullorðinna. Sjálfboðaliðinn er hornsteinn íþróttastarfsins.“ „Án ykkar væri ekki bara íþróttahreyfingin fátækari heldur Ísland allt, árangur okkar á erlendri grund og Ísland minna þekkt út um allan heim. Það er einstakt hve vel Íslendingar standa sig í íþróttum, sérstaklega þegar litið er til smæðar þjóðarinnar. Við búum við takmarkað fjármagn, oft er mannskapurinn fáliðaður og verkefnin deilast á fáa aðila. En samt náum við árangri sem stórþjóðir öfunda okkur af.“ Þá minntist Hannes á hversu mikilvægar íþróttir eru þegar kemur að forvörnum og hvaða hlutverk þær hafa í að móta ungviði landsins. „Íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvörnum, uppeldi og lýðheilsu. Þær kenna virðingu, aga, félagsfærni, samvinnu og jafnrétti. Ávinningurinn er langt umfram það sem mælt er í medalíum. Hér er verið að móta einstaklinga, ekki bara sem íþróttafólk.“ „Fjölmargar rannsóknir sýna að íþróttastarf sparar ríkinu verulegar fjárhæðir árlega, bæði í heilbrigðisþjónustu og félagslegum stuðningi. Því ætti ekki að líta á fjármagn til íþrótta sem útgjöld heldur sem fjárfestingu í börnunum okkar, framtíðinni og heilbrigðara samfélagi.“ Ræðuna í heild sinni má bæði lesa á vef Alþingis sem og það má horfa á hana á vefnum.
Körfubolti KKÍ Alþingi Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti