Agnes Johansen er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. maí 2025 11:15 Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi, er látin. Agnes Johansen, kvikmyndaframleiðandi og einn af lykilframleiðendum RVK Studios, lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík sunnudaginn 18. maí, 66 ára að aldri. Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn. Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Aðstandendur Agnesar greindu frá andláti hennar í tilkynningu. Agnes fæddist 27. september 1958 í Reykjavík og ólst þar upp, elst í hópi sex systkina. Foreldrar hennar eru Kristín Ásgeirsdóttir húsmóðir og Rolf Johansen stórkaupmaður, sem lést árið 2007. Agnes stundaði nám í Langholtsskóla, Kvennaskólanum og Verslunarskóla Íslands og lauk síðan kennararéttindum frá Kennaraháskólanum árið 1982. Dans átti stóran þátt í lífi Agnesar alla tíð en hún varð fyrsti Íslandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 1981 ásamt Ásgeiri Ragnari Bragasyni. Ötull framleiðandi barnaefnis, kvikmynda og sjónvarpsþátta Agnes starfaði við kennslu og barnatengt efni í sjónvarpi á níunda áratugnum, stjórnaði Stundinni okkar á RÚV og sá um allt barnasjónvarpsefni Stöðvar 2 um árabil. Eftir fimmtán ára starf við dagskrárgerð og framleiðslu hjá RÚV og Stöð 2, og síðar sem framleiðslustjóri hjá Sagafilm, sneri hún sér alfarið að kvikmyndagerð. Agnes hóf samstarf við Baltasar Kormák hjá Sögn ehf. við framleiðslu Hafsins, annarrar kvikmyndar hans, árið 2001. Hjá Sögn framleiddi hún myndir á borð við A Little Trip to Heaven (2005), Mýrina (2006), Reykjavík-Rotterdam (2008), Brúðgumann (2009) og Djúpið (2012). Agnes varð síðar einn af lykilframleiðendum RVK Studios þegar framleiðslufyrirtækið var stofnað árið 2012. Á meðal mynda sem Agnes framleiddi þar eru Fúsi (2015) og Against the Ice (2022), auk sjónvarpsþáttaraðarinnar Kötlu (2021). Þá var hún yfirframleiðandi Eiðsins (2016) og allra þriggja þáttaraða Ófærðar (2015-2021) Agnes kom að gerð fjölda íslenskra og alþjóðlegra kvikmynda og sjónvarpsverkefna og var þekkt fyrir fagmennsku, elju og hlýlegt viðmót. Hennar síðasta kvikmyndaverkefni var Snerting (2024). Hún starfaði við kvikmyndagerð allt til æviloka. Agnes lætur eftir sig tvær dætur og fjögur barnabörn.
Andlát Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira