Körfubolti

Þruman skellti í lás og tók for­ystuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City Thunder í fyrsta leiknum gegn Minnesota Timberwolves.
Shai Gilgeous-Alexander skoraði 31 stig fyrir Oklahoma City Thunder í fyrsta leiknum gegn Minnesota Timberwolves. getty/Matthew Stockman

Oklahoma City Thunder vann öruggan sigur á Minnesota Timberwolves, 114-88, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt.

Oklahoma vann Denver Nuggets í oddaleik í undanúrslitunum fyrir tveimur dögum á meðan Minnesota hafði ekki spilað í viku.

Úlfarnir leiddu í hálfleik, 44-48, en í 3. leikhlutanum skellti Þruman í lás í vörninni. Minnesota skoraði aðeins átján stig gegn 32 stigum hjá Oklahoma.

Heimamenn héldu svo uppteknum hætti í 4. leikhlutanum og lönduðu öruggum sigri. Gestirnir skoruðu einungis fjörutíu stig í seinni hálfleik.

Shai Gilgeous-Alexander var rólegur í fyrri hálfleik en skoraði tuttugu stig í þeim seinni og endaði með 31 stig og níu stoðsendingar. Jalen Williams skoraði nítján stig, tók átta fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum.

Julius Randle skoraði 28 stig fyrir Úlfana en Anthony Edwards var aðeins með átján stig. Minnesota var aðeins með 34,9 prósent skotnýtingu í leiknum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×