Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. maí 2025 11:03 Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun