Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar 22. maí 2025 08:02 Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða velferðar mannkynsins í nútíð og framtíð, og hröð hnignun ógnar bæði náttúrunni og fólki. Við, íbúar jarðar, glímum við þrenns konar ógnir í umhverfismálum: loftslagsbreytingar, mengun og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Nú á degi líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí er mál að hollt að líta á stöðu mála. Tap fjölbreytninnar er meiriháttar mál sem hefur neikvæð áhrif á jörðina alla og vellíðan fólks. Þetta eru samtengdir þættir þannig að takast á við einn þeirra þýðir að takast þarf á við hina á sama tíma. Einungis þannig eigum við lífvænlega framtíð hér á jörð. Hvað er … LF ? Líffræðileg fjölbreytni nær yfir allar tegundir dýra, plantna, sveppa og annarra lífvera s.s. baktería og veira sem finnast á jörðinni og þann breytileika sem er milli einstaklinga sömu tegundar og allt erfðaefni þeirra. Líffræðileg fjölbreytni fjallar einnig um búsvæði allra lifandi lífvera og þau vistkerfi og vistgerðir sem þær mynda og sjálfbæra nýtingu lifandi náttúru. Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi nær á sama hátt til allra lífvera sem lifa innan jarðvegsins eða eru háðar honum, búsvæði sem eru ýmist örsmá eða ná yfir landslagsheildir. Milljónir örveru- og dýrategunda lifa og mynda jarðveg, allt frá bakteríum og sveppum til mítla, bjallna og ánamaðka. Líffræðileg fjölbreytni jarðvegs er allt samfélagið, frá genum til tegunda, og er breytileg eftir umhverfi. Mikil fjölbreytni jarðvegs gerir kleift að veita fjölbreytta vistkerfisþjónustu sem gagnast þeim tegundum sem í honum búa og okkur sem nýtum hann. Hversu margir búa í jarðveginum? Þetta er erfið spurning, því við vitum svo lítið um jarðveginn og líffjölbreytni hans. Öruggt er þó að jarðvegur er líffræðilega fjölbreyttasta einstaka búsvæðið á jörðinni, og áætlað er að þar búa um 59% af öllum tegundum jarðar. Viltu verða milljarðamæringur? Taktu upp 1 gramm af mold í lófann og þú hefur náð takmarkinu þínu, því í einu grammi eða um einni teskeið, geta verið um 10 milljarðar baktería, meira en 10.000 lífverur og allt að 100 metrar af sveppþráðum. Ein teskeið af mold myndi því innihalda fleiri einstakar bakteríur en allur mannfjöldi jarðarinnar. Borðið þér orma? Tja, sumir gera það .. eins og svartþrösturinn, sem ég sá veiða einn stóran í matinn og þurfti að gogga hann í marga bita, þar til hann flaug svo með rest heim í hreiðrið. Ánamaðkar, ormar eru oft nefndir hetjur líffjölbreytni, sem flestir þekkja þar sem auðvelt er að sjá þá. Þeir eru risarnir í jarðveginum. Þeir grafa og róta í jarðveginum, brjóta niður lífrænt efni sem síðan færist niður fæðukeðjuna til smærri lífvera. Þeir eru vistkerfis-verkfræðingar, grafa göng og lofta jarðveginn svo bæði loft og vatn eigi greiða leið um hann, sem býr í haginn fyrir aðrar lífverur. En auðvitað eru fleiri verkfræðingar, stórir og smáir, sem móta þennan neðanjarðarheim eins og mýs, maurar og jarðvegsskán. Hetjur eða samvinna? Það eru engir einyrkjar í moldinni. Jarðvegslífverur, eins og örverur, bakteríur, veirur, smá- og stærri dýr, vinna saman og skapa flókin net líffræðilegra tengsla sem knýja áfram starfsemi vistkerfa á landi með því að viðhalda fjölmörgum efnaskiptaferlum. Af hverju skiptir þetta máli? Jarðvegslífverur knýja áfram lífefnafræðilegar hringrásir kolefnis, niturs, næringarefna og vatns á heimsvísu. Þau mynda þannig grunn vistkerfa og þar með landbúnaðarframleiðslu, og eru því ómissandi hluti lífríkisins. Þar sem allur landbúnaður byggir á heilbrigðu jarðvegslífi, hefur það bein áhrif á heilsu bæði manna og dýra. Viltu hátt eða lágt þjónustustig? Í hverju felst þessi þjónusta vistkerfanna? Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi hefur áhrif á ástand jarðvegs. Jarðvegslíf hefur áhrif á myndun og stöðugleika samkorna jarðvegsins (hversu vel jarðvegur tollir saman), og þar með byggingu jarðvegs sem aftur hefur áhrif á holurými, vatnsheldni og vatnsleiðni jarðvegs. Jarðvegslíf hefur mikilvæg áhrif á niðurbrot lífrænna efna og hringrás næringarefna, síun á vatni, varnir gegn sjúkdómum, eyðingu meindýra, geymslu kolefnis og frjósemi jarðvegs. Þurfum við í alvörunni örverur? Það sem gerist undir yfirborðinu hefur svo áhrif á það sem vex ofanjarðar. Líffræðileg fjölbreytni jarðvegslífsins hefur áhrif á fjölbreytni og starfsemi gróðurs og dýra ofanjarðar. Með öðrum orðum, hvað vex, hversu mikið og hversu mikið næringargildi afurðirnar hafa. Grænmeti sem vex í næringarsnauðum og líffræðilega fátækum jarðvegi hefur minna næringargildi en grænmeti sem vex í heilbrigðum og fjölbreyttum jarðvegi. Ef það lítur út eins og gulrót og bragðast eins og gulrót en er ekki eins hollt og áður? Getur verið flókið af hverju, en þannig er gulrót ekki alltaf bara gulrót eða kartafla er ekki alltaf bara kartafla. Jarðvegur virkar sem örverubanki, fullur af fjölbreyttum örverum sem gegna lykilhlutverki í að viðhalda heilbrigði og viðnámsþrótti vistkerfisins. Örverur hjálpa plöntum að takast á við álag eins og þurrka, hita og flóð, og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þegar við töpum líffræðilegri fjölbreytni jarðvegs minnkar áfallaþol og geta hans til að takast á við áföll líkt og loftslagsbreytingar, sem aftur gerir plöntur viðkvæmari fyrir streitu, meindýrum- og sjúkdómum og skertri upptöku næringarefna. Ósýnileiki lífvera og afleiðingar Oft er það þannig að vernd náttúrunnar beinist að þeim vistkerfum eða lífverum sem við höfum dálæti á. En þau vistkerfi eða lífverur sem ekki eru neinum sýnileg vekja síður áhuga og eftirtekt mannanna. Við gleymum þessum dularfullu neðanjarðar lífverum sem við sjáum hvorki né þekkjum. Hefðbundin náttúruvernd innan náttúruverndarsvæða miðast sjaldnast að vernd jarðvegslífs. Vernd líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi getur þó ekki einungis takmarkast við vernd innan slíkra svæða, heldur þarf að taka mið af heildarmynd líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi í allri landnotkun, sjálfbærri landnýtingu og öðrum stefnumótandi áætlunum. Til að breyta þessu þarf sameiginlegt átak frá okkur öllum, almenningi, vísindafólki, landnotendum og stefnumótandi aðilum. Tryggja þarf betri málsvörn fyrir líffræðilega fjölbreytni jarðvegs. Breytingar í jarðvegi gerast hægt og oft tökum við ekki eftir þeim fyrr en í óefni er komið. Þegar jarðvegslífið hverfur, fara vistkerfi að veita verri þjónustu sem við treystum á. Þegar afleiðingarnar birtast í hagkerfinu er mögulega allt of seint að bregðast við. Breytingar Hversu viðkvæmur jarðvegur er, og hvernig líffræðileg fjölbreytni jarðvegs bregst við streituvöldum vegna hnattrænna umhverfisbreytinga er enn óljóst. Þekkingu skortir á viðbragði við hlýnun, breytingum á rakastigi jarðvegs, styrk CO2 í andrúmslofti og fleiri þáttum og hvernig slíkt hefur áhrif á vöxt og ljóstillífun. Aukinn skilningur á slíkum ferlum í jarðveginum er mikilvægur fyrir spár um loftslagsbreytingar og við val á þeim aðferðum í landnotkun sem hægt er nota til að draga úr loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim. Rannsóknir og þekking er nauðsynleg svo við vitum hvaða áhrif landnotkun hefur á líf í jarðveginum og vistfræðilegan stöðugleika. Samningar og áætlanir Í ár eru alþjóðamálin að beina athygli heimsins á tengslin milli annars vegar áætlunar SÞ um sjálfbæra þróun fram til ársins 2030 sem felur í sér hin vel þekktu 17 heimsmarkmið, og svo hins vegar markmið Kunming-Montreal samningsins um líffræðilega fjölbreytni frá árinu 2022 á vegum samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Framtíðarsýn Kunming-Montreal samningsins er heimur þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi með og í náttúrunni. Meginmarkmið til ársins 2050 eru fjögur: vernd og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbær nýting náttúruauðlinda, viðhald og efling vistkerfa og þeirri þjónustu sem þau veita, á sanngjarnan hátt fyrir alla. Fleiri sértækari markmið eru svo á áætlun fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og markmið um líffræðilega fjölbreytni þarf að vinna á samtvinnaðan hátt í anda nýlegs framtíðarsamkomulags Sameinuðu þjóðanna frá 2024, „Pact for the future“. Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi og sjálfbær stjórnun jarðvegs er forsenda þess að ná mörgum af markmiðunum um sjálfbæra þróun, einkum markmiðum 1, 2, 3, 6, 12, 13 og 15. Þetta eru markmið um fátækt, hungur, heilsu, vatn, ábyrga neyslu og framleiðslu, aðgerðir í loftslagsmálum og líf á landi. Þrátt fyrir að þetta sé undirstaða árangurs er vernd jarðvegslífs ekki þó að endurspeglast í raunverulegum aðgerðum, sérstaklega á heimsvísu. Umfjöllun um tap á líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu er veruleg, en þá er oftast verið að horfa til ástandsins ofanjarðar. Hins vegar, þá fær líffræðileg fjölbreytni neðanjarðar (líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi) ekki það mikilvægi sem hann á skilið. Það er sérstaklega mikilvægt að heimsmarkmiðin um sjálfbærni og samningur um endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni (CBD), viðurkenni á skýran hátt hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi þannig að það skili sér í raunverulegum aðgerðum. Einungis þannig munum við ná markmiði CBD um að lifa í sátt við náttúruna fyrir 2050. Stefnumótun til að efla líffræðilega fjölbreytni í jarðvegi Áætlanir samfélagsins þurfa að styðja hvor aðra, hagkerfið, áætlanir um loftslag, skipulag, landnýtingu, umhverfisvernd og annað svo sem stuðningskerfi landbúnaðar og svo við fólkið sem neytum matar og búum í landinu. Við þurfum að hugsa hvernig við förum með náttúruna okkar, hvernig við tökum ákvarðanir og hvernig við getum stuðlað að velgengni við umsjón lands og sjálfbærni til framtíðar. Almennt, hér sem annars staðar, er skortur á sértækri stefnu, áætlunum og aðgerðum sem taka tillit til sérkenna líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi, sem og aðgerðum til að stuðla að verndun hans og sjálfbærri nýtingu. Við þurfum að afla þekkingar um hver staðan er og hvað veldur tapi líffræðilegrar fjölbreytni við okkar landnotkun og hvaða mótvægisaðgerðum við getum beitt. Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi þarf að endurspeglast í landsáætlunum, stefnumótun og aðgerðaáætlunum um líffræðilega fjölbreytni allra þjóða. Á Íslandi sem og annars staðar er þekkingarskortur á jarðvegslífi. Við þurfum að fylla betur upp í þekkingargötin svo við getum haft skýra framtíðarsýn. Þurfum að hafa öll spilin á hendi svo slagurinn gangi upp. Íslensk stjórnvöld vinna nú að nýrri stefnumótun og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni í samræmi við skuldbindingar okkar við samning samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem stefnt er að ljúka nú í sumar. Heimurinn stendur á krossgötum Hraðar framfarir í tækni og vísindum geta leitt til betri, friðsælli og farsælli framtíðar. Samt sem áður, í samtengdum heimi sem glímir við breytingar, höldum við ekki í við vaxandi áhættu og tækifæri. Á sama tíma erum við að glíma við fjölmörg átök og vaxandi landfræðilega og pólitíska spennu, vaxandi ójöfnuð og vantraust, stöðnun á framvindu sjálfbærrar þróunarmarkmiða og neyðarástand í málefnum loftslags. Skuldbindingar okkar og kerfin sem við höfum búið til höndla ekki áskoranir dagsins í dag. Að gera ekki neitt er ekki valkostur, það býður einungis upp á vaxandi áhættur og frekari sundrung í samfélagi mannanna. Sem alþjóðasamfélag stöndum við frammi fyrir mikilvægum valkostum hvernig við tökumst á við umhverfismál, náum fram sjálfbærri þróun, frið og samstarfi við hnattræna stjórnarhætti. Veljum að breyta um stefnu fyrir betri heim. Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulag í loftslagsmálum munu ekki ná sínum markmiðum nema við beinum stuðningi hraðar og í meira magni til viðkvæmustu samfélaga heims. Nýtt framtíðarsamkomulag Sameinuðu þjóðanna snýst um slíkar lausnir. Sem sagt, við þurfum „restart“ og nýtt „update“ alþjóðamála! Ört vaxandi landhnignun leiðir til þess að við erum að tapa jarðvegi hratt, gæðum og líffræðilegri fjölbreytni hans, með verulegum neikvæðum afleiðingum fyrir heilsu manna um allan heim. „Ein heilsa" (One Health) er hugtak sem vísar til að heilbrigði manna, dýra og umhverfis sé samtengt. Það er kominn tími til að viðurkenna mikilvægt hlutverk og stjórna líffræðilegri fjölbreytni í jarðvegi sem vannýttri auðlind til að ná langtímamarkmiðum um sjálfbærni sem tengjast heilsu manna á heimsvísu, ekki aðeins til að bæta jarðveg, fæðuöryggi, sjúkdómavarnir, vatns- og loftgæði, heldur vegna þess að líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi tengist öllu lífi og veitir víðtækari, grundvallar vistfræðilegan grunn fyrir samstarf við aðrar greinar til að bæta heilsu manna. Stýrið er þungt ef við stefnum ekki öll í sömu átt. Hlúum að lífinu sem við elskum Höfundur er jarðfræðingur hjá Landi og skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða velferðar mannkynsins í nútíð og framtíð, og hröð hnignun ógnar bæði náttúrunni og fólki. Við, íbúar jarðar, glímum við þrenns konar ógnir í umhverfismálum: loftslagsbreytingar, mengun og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Nú á degi líffræðilegrar fjölbreytni, 22. maí er mál að hollt að líta á stöðu mála. Tap fjölbreytninnar er meiriháttar mál sem hefur neikvæð áhrif á jörðina alla og vellíðan fólks. Þetta eru samtengdir þættir þannig að takast á við einn þeirra þýðir að takast þarf á við hina á sama tíma. Einungis þannig eigum við lífvænlega framtíð hér á jörð. Hvað er … LF ? Líffræðileg fjölbreytni nær yfir allar tegundir dýra, plantna, sveppa og annarra lífvera s.s. baktería og veira sem finnast á jörðinni og þann breytileika sem er milli einstaklinga sömu tegundar og allt erfðaefni þeirra. Líffræðileg fjölbreytni fjallar einnig um búsvæði allra lifandi lífvera og þau vistkerfi og vistgerðir sem þær mynda og sjálfbæra nýtingu lifandi náttúru. Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi nær á sama hátt til allra lífvera sem lifa innan jarðvegsins eða eru háðar honum, búsvæði sem eru ýmist örsmá eða ná yfir landslagsheildir. Milljónir örveru- og dýrategunda lifa og mynda jarðveg, allt frá bakteríum og sveppum til mítla, bjallna og ánamaðka. Líffræðileg fjölbreytni jarðvegs er allt samfélagið, frá genum til tegunda, og er breytileg eftir umhverfi. Mikil fjölbreytni jarðvegs gerir kleift að veita fjölbreytta vistkerfisþjónustu sem gagnast þeim tegundum sem í honum búa og okkur sem nýtum hann. Hversu margir búa í jarðveginum? Þetta er erfið spurning, því við vitum svo lítið um jarðveginn og líffjölbreytni hans. Öruggt er þó að jarðvegur er líffræðilega fjölbreyttasta einstaka búsvæðið á jörðinni, og áætlað er að þar búa um 59% af öllum tegundum jarðar. Viltu verða milljarðamæringur? Taktu upp 1 gramm af mold í lófann og þú hefur náð takmarkinu þínu, því í einu grammi eða um einni teskeið, geta verið um 10 milljarðar baktería, meira en 10.000 lífverur og allt að 100 metrar af sveppþráðum. Ein teskeið af mold myndi því innihalda fleiri einstakar bakteríur en allur mannfjöldi jarðarinnar. Borðið þér orma? Tja, sumir gera það .. eins og svartþrösturinn, sem ég sá veiða einn stóran í matinn og þurfti að gogga hann í marga bita, þar til hann flaug svo með rest heim í hreiðrið. Ánamaðkar, ormar eru oft nefndir hetjur líffjölbreytni, sem flestir þekkja þar sem auðvelt er að sjá þá. Þeir eru risarnir í jarðveginum. Þeir grafa og róta í jarðveginum, brjóta niður lífrænt efni sem síðan færist niður fæðukeðjuna til smærri lífvera. Þeir eru vistkerfis-verkfræðingar, grafa göng og lofta jarðveginn svo bæði loft og vatn eigi greiða leið um hann, sem býr í haginn fyrir aðrar lífverur. En auðvitað eru fleiri verkfræðingar, stórir og smáir, sem móta þennan neðanjarðarheim eins og mýs, maurar og jarðvegsskán. Hetjur eða samvinna? Það eru engir einyrkjar í moldinni. Jarðvegslífverur, eins og örverur, bakteríur, veirur, smá- og stærri dýr, vinna saman og skapa flókin net líffræðilegra tengsla sem knýja áfram starfsemi vistkerfa á landi með því að viðhalda fjölmörgum efnaskiptaferlum. Af hverju skiptir þetta máli? Jarðvegslífverur knýja áfram lífefnafræðilegar hringrásir kolefnis, niturs, næringarefna og vatns á heimsvísu. Þau mynda þannig grunn vistkerfa og þar með landbúnaðarframleiðslu, og eru því ómissandi hluti lífríkisins. Þar sem allur landbúnaður byggir á heilbrigðu jarðvegslífi, hefur það bein áhrif á heilsu bæði manna og dýra. Viltu hátt eða lágt þjónustustig? Í hverju felst þessi þjónusta vistkerfanna? Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi hefur áhrif á ástand jarðvegs. Jarðvegslíf hefur áhrif á myndun og stöðugleika samkorna jarðvegsins (hversu vel jarðvegur tollir saman), og þar með byggingu jarðvegs sem aftur hefur áhrif á holurými, vatnsheldni og vatnsleiðni jarðvegs. Jarðvegslíf hefur mikilvæg áhrif á niðurbrot lífrænna efna og hringrás næringarefna, síun á vatni, varnir gegn sjúkdómum, eyðingu meindýra, geymslu kolefnis og frjósemi jarðvegs. Þurfum við í alvörunni örverur? Það sem gerist undir yfirborðinu hefur svo áhrif á það sem vex ofanjarðar. Líffræðileg fjölbreytni jarðvegslífsins hefur áhrif á fjölbreytni og starfsemi gróðurs og dýra ofanjarðar. Með öðrum orðum, hvað vex, hversu mikið og hversu mikið næringargildi afurðirnar hafa. Grænmeti sem vex í næringarsnauðum og líffræðilega fátækum jarðvegi hefur minna næringargildi en grænmeti sem vex í heilbrigðum og fjölbreyttum jarðvegi. Ef það lítur út eins og gulrót og bragðast eins og gulrót en er ekki eins hollt og áður? Getur verið flókið af hverju, en þannig er gulrót ekki alltaf bara gulrót eða kartafla er ekki alltaf bara kartafla. Jarðvegur virkar sem örverubanki, fullur af fjölbreyttum örverum sem gegna lykilhlutverki í að viðhalda heilbrigði og viðnámsþrótti vistkerfisins. Örverur hjálpa plöntum að takast á við álag eins og þurrka, hita og flóð, og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þegar við töpum líffræðilegri fjölbreytni jarðvegs minnkar áfallaþol og geta hans til að takast á við áföll líkt og loftslagsbreytingar, sem aftur gerir plöntur viðkvæmari fyrir streitu, meindýrum- og sjúkdómum og skertri upptöku næringarefna. Ósýnileiki lífvera og afleiðingar Oft er það þannig að vernd náttúrunnar beinist að þeim vistkerfum eða lífverum sem við höfum dálæti á. En þau vistkerfi eða lífverur sem ekki eru neinum sýnileg vekja síður áhuga og eftirtekt mannanna. Við gleymum þessum dularfullu neðanjarðar lífverum sem við sjáum hvorki né þekkjum. Hefðbundin náttúruvernd innan náttúruverndarsvæða miðast sjaldnast að vernd jarðvegslífs. Vernd líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi getur þó ekki einungis takmarkast við vernd innan slíkra svæða, heldur þarf að taka mið af heildarmynd líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi í allri landnotkun, sjálfbærri landnýtingu og öðrum stefnumótandi áætlunum. Til að breyta þessu þarf sameiginlegt átak frá okkur öllum, almenningi, vísindafólki, landnotendum og stefnumótandi aðilum. Tryggja þarf betri málsvörn fyrir líffræðilega fjölbreytni jarðvegs. Breytingar í jarðvegi gerast hægt og oft tökum við ekki eftir þeim fyrr en í óefni er komið. Þegar jarðvegslífið hverfur, fara vistkerfi að veita verri þjónustu sem við treystum á. Þegar afleiðingarnar birtast í hagkerfinu er mögulega allt of seint að bregðast við. Breytingar Hversu viðkvæmur jarðvegur er, og hvernig líffræðileg fjölbreytni jarðvegs bregst við streituvöldum vegna hnattrænna umhverfisbreytinga er enn óljóst. Þekkingu skortir á viðbragði við hlýnun, breytingum á rakastigi jarðvegs, styrk CO2 í andrúmslofti og fleiri þáttum og hvernig slíkt hefur áhrif á vöxt og ljóstillífun. Aukinn skilningur á slíkum ferlum í jarðveginum er mikilvægur fyrir spár um loftslagsbreytingar og við val á þeim aðferðum í landnotkun sem hægt er nota til að draga úr loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim. Rannsóknir og þekking er nauðsynleg svo við vitum hvaða áhrif landnotkun hefur á líf í jarðveginum og vistfræðilegan stöðugleika. Samningar og áætlanir Í ár eru alþjóðamálin að beina athygli heimsins á tengslin milli annars vegar áætlunar SÞ um sjálfbæra þróun fram til ársins 2030 sem felur í sér hin vel þekktu 17 heimsmarkmið, og svo hins vegar markmið Kunming-Montreal samningsins um líffræðilega fjölbreytni frá árinu 2022 á vegum samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Framtíðarsýn Kunming-Montreal samningsins er heimur þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi með og í náttúrunni. Meginmarkmið til ársins 2050 eru fjögur: vernd og endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni, sjálfbær nýting náttúruauðlinda, viðhald og efling vistkerfa og þeirri þjónustu sem þau veita, á sanngjarnan hátt fyrir alla. Fleiri sértækari markmið eru svo á áætlun fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og markmið um líffræðilega fjölbreytni þarf að vinna á samtvinnaðan hátt í anda nýlegs framtíðarsamkomulags Sameinuðu þjóðanna frá 2024, „Pact for the future“. Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi og sjálfbær stjórnun jarðvegs er forsenda þess að ná mörgum af markmiðunum um sjálfbæra þróun, einkum markmiðum 1, 2, 3, 6, 12, 13 og 15. Þetta eru markmið um fátækt, hungur, heilsu, vatn, ábyrga neyslu og framleiðslu, aðgerðir í loftslagsmálum og líf á landi. Þrátt fyrir að þetta sé undirstaða árangurs er vernd jarðvegslífs ekki þó að endurspeglast í raunverulegum aðgerðum, sérstaklega á heimsvísu. Umfjöllun um tap á líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu er veruleg, en þá er oftast verið að horfa til ástandsins ofanjarðar. Hins vegar, þá fær líffræðileg fjölbreytni neðanjarðar (líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi) ekki það mikilvægi sem hann á skilið. Það er sérstaklega mikilvægt að heimsmarkmiðin um sjálfbærni og samningur um endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni (CBD), viðurkenni á skýran hátt hlutverk líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi þannig að það skili sér í raunverulegum aðgerðum. Einungis þannig munum við ná markmiði CBD um að lifa í sátt við náttúruna fyrir 2050. Stefnumótun til að efla líffræðilega fjölbreytni í jarðvegi Áætlanir samfélagsins þurfa að styðja hvor aðra, hagkerfið, áætlanir um loftslag, skipulag, landnýtingu, umhverfisvernd og annað svo sem stuðningskerfi landbúnaðar og svo við fólkið sem neytum matar og búum í landinu. Við þurfum að hugsa hvernig við förum með náttúruna okkar, hvernig við tökum ákvarðanir og hvernig við getum stuðlað að velgengni við umsjón lands og sjálfbærni til framtíðar. Almennt, hér sem annars staðar, er skortur á sértækri stefnu, áætlunum og aðgerðum sem taka tillit til sérkenna líffræðilegrar fjölbreytni í jarðvegi, sem og aðgerðum til að stuðla að verndun hans og sjálfbærri nýtingu. Við þurfum að afla þekkingar um hver staðan er og hvað veldur tapi líffræðilegrar fjölbreytni við okkar landnotkun og hvaða mótvægisaðgerðum við getum beitt. Líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi þarf að endurspeglast í landsáætlunum, stefnumótun og aðgerðaáætlunum um líffræðilega fjölbreytni allra þjóða. Á Íslandi sem og annars staðar er þekkingarskortur á jarðvegslífi. Við þurfum að fylla betur upp í þekkingargötin svo við getum haft skýra framtíðarsýn. Þurfum að hafa öll spilin á hendi svo slagurinn gangi upp. Íslensk stjórnvöld vinna nú að nýrri stefnumótun og framkvæmdaáætlun um líffræðilega fjölbreytni í samræmi við skuldbindingar okkar við samning samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem stefnt er að ljúka nú í sumar. Heimurinn stendur á krossgötum Hraðar framfarir í tækni og vísindum geta leitt til betri, friðsælli og farsælli framtíðar. Samt sem áður, í samtengdum heimi sem glímir við breytingar, höldum við ekki í við vaxandi áhættu og tækifæri. Á sama tíma erum við að glíma við fjölmörg átök og vaxandi landfræðilega og pólitíska spennu, vaxandi ójöfnuð og vantraust, stöðnun á framvindu sjálfbærrar þróunarmarkmiða og neyðarástand í málefnum loftslags. Skuldbindingar okkar og kerfin sem við höfum búið til höndla ekki áskoranir dagsins í dag. Að gera ekki neitt er ekki valkostur, það býður einungis upp á vaxandi áhættur og frekari sundrung í samfélagi mannanna. Sem alþjóðasamfélag stöndum við frammi fyrir mikilvægum valkostum hvernig við tökumst á við umhverfismál, náum fram sjálfbærri þróun, frið og samstarfi við hnattræna stjórnarhætti. Veljum að breyta um stefnu fyrir betri heim. Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulag í loftslagsmálum munu ekki ná sínum markmiðum nema við beinum stuðningi hraðar og í meira magni til viðkvæmustu samfélaga heims. Nýtt framtíðarsamkomulag Sameinuðu þjóðanna snýst um slíkar lausnir. Sem sagt, við þurfum „restart“ og nýtt „update“ alþjóðamála! Ört vaxandi landhnignun leiðir til þess að við erum að tapa jarðvegi hratt, gæðum og líffræðilegri fjölbreytni hans, með verulegum neikvæðum afleiðingum fyrir heilsu manna um allan heim. „Ein heilsa" (One Health) er hugtak sem vísar til að heilbrigði manna, dýra og umhverfis sé samtengt. Það er kominn tími til að viðurkenna mikilvægt hlutverk og stjórna líffræðilegri fjölbreytni í jarðvegi sem vannýttri auðlind til að ná langtímamarkmiðum um sjálfbærni sem tengjast heilsu manna á heimsvísu, ekki aðeins til að bæta jarðveg, fæðuöryggi, sjúkdómavarnir, vatns- og loftgæði, heldur vegna þess að líffræðileg fjölbreytni í jarðvegi tengist öllu lífi og veitir víðtækari, grundvallar vistfræðilegan grunn fyrir samstarf við aðrar greinar til að bæta heilsu manna. Stýrið er þungt ef við stefnum ekki öll í sömu átt. Hlúum að lífinu sem við elskum Höfundur er jarðfræðingur hjá Landi og skógi.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun