Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:11 Alma Möller, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, hefur ákveðið að setja fé í að bólusetja fleiri börn og ungmenni gegn HPV-veirunni sem getur valdið krabbameini. Vísir/Vilhelm Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni. Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni.
Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu