Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar 21. maí 2025 14:30 Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar