Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2025 11:32 Aldrei skal afskrifa Indiana Pacers. getty/Al Bello Það blés ekki byrlega fyrir Indiana Pacers þegar skammt var til leiksloka gegn New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. En Pacers sneri laglega á tölfræðina og vann leikinn. Þegar tvær mínútur og 51 sekúnda lifði leiks kom Jalen Brunson Knicks fjórtán stigum yfir, 119-105. Samkvæmt tölfræði ESPN voru sigurlíkur liðsins þá 99,8 prósent. Þegar 58 sekúndur voru eftir jók Brunson muninn í níu stig, 121-112, og allt benti til þess að Knicks myndi taka forystuna í einvíginu. En Pacers var á öðru máli. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo með ótrúlegu skoti í þann mund sem leiktíminn rann út, 125-125. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Indiana sigurinn en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var fyrir innan þriggja stiga línuna. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Í framlengingunni hafði Pacers svo betur og vann ótrúlegan sigur, 135-138, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Fyrir leikinn höfðu lið sem voru með níu stiga forskot eða meira á síðustu mínútu í 4. leikhluta eða framlengingu unnið 1.414 leiki af 1.414 samkvæmt Elias Sports Bureau. En Indiana breytti því. Aldrei er hægt að afskrifa Pacers en í úrslitakeppninni hefur liðið fjórum sinnum komið til baka og unnið eftir að hafa lent sautján stigum undir. Það er það mesta hjá liði í úrslitakeppni síðan 1998. Þá hefur Indiana þrisvar sinnum komið til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir á lokamínútunni. Indiana hefur einu sinni komist í úrslit NBA, árið 2000, en þá vann liðið einmitt Knicks í úrslitum Austurdeildarinnar, 4-2. Pacers komst einnig í úrslit Austurdeildarinnar í fyrra en laut þá í lægra haldi fyrir Boston Celtics, 4-0. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Þegar tvær mínútur og 51 sekúnda lifði leiks kom Jalen Brunson Knicks fjórtán stigum yfir, 119-105. Samkvæmt tölfræði ESPN voru sigurlíkur liðsins þá 99,8 prósent. Þegar 58 sekúndur voru eftir jók Brunson muninn í níu stig, 121-112, og allt benti til þess að Knicks myndi taka forystuna í einvíginu. En Pacers var á öðru máli. Aaron Nesmith skoraði ellefu stig og Tyrese Haliburton jafnaði svo með ótrúlegu skoti í þann mund sem leiktíminn rann út, 125-125. Hann hélt reyndar að hann hefði tryggt Indiana sigurinn en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var fyrir innan þriggja stiga línuna. WHAT A SHOT BY TYRESE HALIBURTON 🤯🤯🤯 https://t.co/8wEwdkeRwZ pic.twitter.com/s497GwRWi9— NBA (@NBA) May 22, 2025 Í framlengingunni hafði Pacers svo betur og vann ótrúlegan sigur, 135-138, og tók þar með forystuna í einvígi liðanna. Fyrir leikinn höfðu lið sem voru með níu stiga forskot eða meira á síðustu mínútu í 4. leikhluta eða framlengingu unnið 1.414 leiki af 1.414 samkvæmt Elias Sports Bureau. En Indiana breytti því. Aldrei er hægt að afskrifa Pacers en í úrslitakeppninni hefur liðið fjórum sinnum komið til baka og unnið eftir að hafa lent sautján stigum undir. Það er það mesta hjá liði í úrslitakeppni síðan 1998. Þá hefur Indiana þrisvar sinnum komið til baka eftir að hafa verið sjö stigum undir á lokamínútunni. Indiana hefur einu sinni komist í úrslit NBA, árið 2000, en þá vann liðið einmitt Knicks í úrslitum Austurdeildarinnar, 4-2. Pacers komst einnig í úrslit Austurdeildarinnar í fyrra en laut þá í lægra haldi fyrir Boston Celtics, 4-0.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum