Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir, Ole Sandberg, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Rebecca Thompson, Skúli Skúlason og Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifa 22. maí 2025 11:31 Hvað er líffræðileg fjölbreytni? Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag, þann 22. maí. En hvað er líffræðileg fjölbreytni? Er einhver munur á líffræðilegri fjölbreytni, lífbreytileika eða líffjölbreytni? Nei, þetta eru allt orð yfir sama hugtakið sem á ensku er biological diversity eða einfaldlega biodiversity. Hugtakið nær ekki einungis yfir allar tegundir lífvera í heiminum heldur einnig breytileika innan tegunda og breytileika í og milli vistkerfa. Það er því ekki bara mikilvægt að bjarga einstaka tegundum úr útrýmingarhættu heldur þarf einnig að hlúa að mismunandi stofnum lífvera og vistkerfunum sjálfum. Það er árangursríkast að bjarga tegundum og stofnum með því að vernda búsvæði þeirra. Á Íslandi eru kannski ekki margar tegundir miðað við nágrannalöndin en sérstakar aðstæður hafa skapað hér tækifæri til hraðrar þróunar fjölbreytni innan tegunda og myndunar nýrra tegunda. Þannig hefur fundist mikill breytileiki hjá bleikjum, hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að ráðast í frekari rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi því ógnirnar eru margar og náttúra Íslands sannarlega þess virði að vernda og nýta af skynsemi. Biodice og Kunming-Montréal samkomulagið Samstarfsvettvangurinn Biodice var stofnaður árið 2020 en þar koma saman rannsókna- og þjónustustofnanir, háskólar, sérfræðingar, áhugafólk, samtök og fyrirtæki sem vilja stuðla að aðgerðum og vitundarvakningu um líffræðilega fjölbreytni. Í fyrra vann Biodice að ýmsum verkefnum, bæði innlendum og norrænum, í tengslum við innleiðingu á Kunming-Montréal samkomulagi Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni(Global Biodiversity Framework –GBF). Í þessu samkomulagi skuldbinda þjóðir heims sig til að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað, með sjálfbæra nýtingu og jafnrétti að leiðarljósi. Þetta samkomulag er að mörgu leyti sambærilegt Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda VerkefniðLíffræðileg fjölbreytni Norðurlanda fólst í rannsókn á stöðu og aðferðum Íslands, Danmerkur og Finnlands við innleiðingu á GBF. Með því að bera saman þekkingu, rannsóknir og stefnur þvert á norrænu ríkin geta þjóðirnar lært hver af annarri og starfað saman sem gagnast þeim öllum í þessari vinnu. Þrjár vinnustofur voru haldnar, ein í hverju landi, og þar komu í ljós mismunandi áskoranir. Fyrsta vinnustofa verkefnisins var haldin hérlendis 23. apríl 2024. Komu þar saman fulltrúar úr íslenskri stjórnsýslu til að greina og ræða í víðu samhengi málefni líffræðilegrar fjölbreytni eins og hún birtist í verkefnum hins opinbera. Í hópavinnunni kom fram að líffræðileg fjölbreytni fær takmarkaða athygli í stjórnsýslunni, nema þar sem sérfræðingar í lífvísindum starfa. Þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi samráðs við hagaðila, betra samstarf milli stofnana og samþættingu líffræðilegrar fjölbreytni í alla stjórnsýslu. Einnig var bent á þörf fyrir að tryggja að loftslags- og skipulagsmál styðji við líffræðilega fjölbreytni og að fræðsla og aðgengi að upplýsingum skipta lykilmáli. Lagt var til að setja líffræðilega fjölbreytni í forgang, tryggja fjármagn og stofna fagráð um líffræðilega fjölbreytni til að efla samræmda stefnumótun og alþjóðlega samvinnu. Líffræðileg fjölbreytni hefur almennt ekki verið nægilega samþætt í íslensk lög og stefnur. Innleiðing markmiða GBF er takmörkuð, og ljóst er að Ísland er langt frá því að ná þeim. Greinargerð um þessa vinnustofuer formlega gefin út í dag, á degi líffræðilegrar fjölbreytni ásamt nýju merki Biodice. Tvær vel sóttar vinnustofur voru haldnar í Finnlandi og Danmörku. Helstu niðurstöður verkefnisins í heild eru þær að þrátt fyrir að Ísland, Finnland og Danmörk séu ólík að mörgu leyti, t.d. hvað varðar náttúrufar og aðild að Evrópusambandinu, standa þau öll frammi fyrir svipuðum áskorunum þegar kemur að vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Sameiginlegar áskoranir eru meðal annars togstreita milli náttúruverndar og atvinnu-/öryggishagsmuna, takmarkaður skilningur á lykilhugtökum og ófullnægjandi stefnur og fjármögnun. Þrátt fyrir þetta eru jákvæð teikn á lofti og vaxandi vitund um málefnið, bæði hjá almenningi og stjórnvöldum. Lokaskýrsla um verkefnið verður gefin út af Norrænu ráðherranefndinni í júní n.k. og niðurstöður þess munu vonandi nýtast stjórnvöldum á öllum Norðurlöndunum við innleiðingu Kunming-Montréal samkomulagsins. Skilaboð til íslenskra stjórnvalda Nú þegar Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur, er kjörið tækifæri til að staldra við og spyrja: Hvert stefnir Ísland? Það er ljóst að vilji og vakning eru til staðar – en til að umbreyta orðum í aðgerðir þarf skýra forgangsröðun, fjárfestingu og stefnu. Stýrihópur umhverfis -, orku- og loftslagsráðuneytisins um gerð stefnu um líffræðilega fjölbreytni vinnur nú að gerð hvítbókar um líffræðilega fjölbreytni. Þá steig umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mikilvægt skref nýlega með staðfestingu aðildar Íslands að IPBES, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services). IPBES er alþjóðlegur vettvangur sem sameinar vísindamenn og stjórnvöld með það að markmiði að stuðla að betri ákvörðunum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vistkerfaþjónustu. Verkefnin framundan krefjast þverpólitísks vilja, samstarfs og þekkingar. Við þurfum að standa vörð um íslenska náttúru og uppfylla markmið GBF sáttmálans og annarra alþjóðlegra skuldbindinga. Líffræðileg fjölbreytni er ekki aukaatriði – hún er grunnur lífsins sjálfs. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa hjá Náttúruminjasafni Íslands við verkefni Biodice Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvað er líffræðileg fjölbreytni? Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag, þann 22. maí. En hvað er líffræðileg fjölbreytni? Er einhver munur á líffræðilegri fjölbreytni, lífbreytileika eða líffjölbreytni? Nei, þetta eru allt orð yfir sama hugtakið sem á ensku er biological diversity eða einfaldlega biodiversity. Hugtakið nær ekki einungis yfir allar tegundir lífvera í heiminum heldur einnig breytileika innan tegunda og breytileika í og milli vistkerfa. Það er því ekki bara mikilvægt að bjarga einstaka tegundum úr útrýmingarhættu heldur þarf einnig að hlúa að mismunandi stofnum lífvera og vistkerfunum sjálfum. Það er árangursríkast að bjarga tegundum og stofnum með því að vernda búsvæði þeirra. Á Íslandi eru kannski ekki margar tegundir miðað við nágrannalöndin en sérstakar aðstæður hafa skapað hér tækifæri til hraðrar þróunar fjölbreytni innan tegunda og myndunar nýrra tegunda. Þannig hefur fundist mikill breytileiki hjá bleikjum, hornsíli, birki og víðitegundum svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að ráðast í frekari rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi því ógnirnar eru margar og náttúra Íslands sannarlega þess virði að vernda og nýta af skynsemi. Biodice og Kunming-Montréal samkomulagið Samstarfsvettvangurinn Biodice var stofnaður árið 2020 en þar koma saman rannsókna- og þjónustustofnanir, háskólar, sérfræðingar, áhugafólk, samtök og fyrirtæki sem vilja stuðla að aðgerðum og vitundarvakningu um líffræðilega fjölbreytni. Í fyrra vann Biodice að ýmsum verkefnum, bæði innlendum og norrænum, í tengslum við innleiðingu á Kunming-Montréal samkomulagi Samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni(Global Biodiversity Framework –GBF). Í þessu samkomulagi skuldbinda þjóðir heims sig til að hlúa að náttúrunni, vernda hana og endurheimta vistkerfi sem hafa hnignað, með sjálfbæra nýtingu og jafnrétti að leiðarljósi. Þetta samkomulag er að mörgu leyti sambærilegt Parísarsáttmálanum um loftslagsmál og nauðsynlegt er að móta samræmdar aðgerðir sem gagnast bæði loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni Norðurlanda VerkefniðLíffræðileg fjölbreytni Norðurlanda fólst í rannsókn á stöðu og aðferðum Íslands, Danmerkur og Finnlands við innleiðingu á GBF. Með því að bera saman þekkingu, rannsóknir og stefnur þvert á norrænu ríkin geta þjóðirnar lært hver af annarri og starfað saman sem gagnast þeim öllum í þessari vinnu. Þrjár vinnustofur voru haldnar, ein í hverju landi, og þar komu í ljós mismunandi áskoranir. Fyrsta vinnustofa verkefnisins var haldin hérlendis 23. apríl 2024. Komu þar saman fulltrúar úr íslenskri stjórnsýslu til að greina og ræða í víðu samhengi málefni líffræðilegrar fjölbreytni eins og hún birtist í verkefnum hins opinbera. Í hópavinnunni kom fram að líffræðileg fjölbreytni fær takmarkaða athygli í stjórnsýslunni, nema þar sem sérfræðingar í lífvísindum starfa. Þátttakendur lögðu áherslu á mikilvægi samráðs við hagaðila, betra samstarf milli stofnana og samþættingu líffræðilegrar fjölbreytni í alla stjórnsýslu. Einnig var bent á þörf fyrir að tryggja að loftslags- og skipulagsmál styðji við líffræðilega fjölbreytni og að fræðsla og aðgengi að upplýsingum skipta lykilmáli. Lagt var til að setja líffræðilega fjölbreytni í forgang, tryggja fjármagn og stofna fagráð um líffræðilega fjölbreytni til að efla samræmda stefnumótun og alþjóðlega samvinnu. Líffræðileg fjölbreytni hefur almennt ekki verið nægilega samþætt í íslensk lög og stefnur. Innleiðing markmiða GBF er takmörkuð, og ljóst er að Ísland er langt frá því að ná þeim. Greinargerð um þessa vinnustofuer formlega gefin út í dag, á degi líffræðilegrar fjölbreytni ásamt nýju merki Biodice. Tvær vel sóttar vinnustofur voru haldnar í Finnlandi og Danmörku. Helstu niðurstöður verkefnisins í heild eru þær að þrátt fyrir að Ísland, Finnland og Danmörk séu ólík að mörgu leyti, t.d. hvað varðar náttúrufar og aðild að Evrópusambandinu, standa þau öll frammi fyrir svipuðum áskorunum þegar kemur að vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Sameiginlegar áskoranir eru meðal annars togstreita milli náttúruverndar og atvinnu-/öryggishagsmuna, takmarkaður skilningur á lykilhugtökum og ófullnægjandi stefnur og fjármögnun. Þrátt fyrir þetta eru jákvæð teikn á lofti og vaxandi vitund um málefnið, bæði hjá almenningi og stjórnvöldum. Lokaskýrsla um verkefnið verður gefin út af Norrænu ráðherranefndinni í júní n.k. og niðurstöður þess munu vonandi nýtast stjórnvöldum á öllum Norðurlöndunum við innleiðingu Kunming-Montréal samkomulagsins. Skilaboð til íslenskra stjórnvalda Nú þegar Dagur líffræðilegrar fjölbreytni er haldinn hátíðlegur, er kjörið tækifæri til að staldra við og spyrja: Hvert stefnir Ísland? Það er ljóst að vilji og vakning eru til staðar – en til að umbreyta orðum í aðgerðir þarf skýra forgangsröðun, fjárfestingu og stefnu. Stýrihópur umhverfis -, orku- og loftslagsráðuneytisins um gerð stefnu um líffræðilega fjölbreytni vinnur nú að gerð hvítbókar um líffræðilega fjölbreytni. Þá steig umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mikilvægt skref nýlega með staðfestingu aðildar Íslands að IPBES, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services). IPBES er alþjóðlegur vettvangur sem sameinar vísindamenn og stjórnvöld með það að markmiði að stuðla að betri ákvörðunum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vistkerfaþjónustu. Verkefnin framundan krefjast þverpólitísks vilja, samstarfs og þekkingar. Við þurfum að standa vörð um íslenska náttúru og uppfylla markmið GBF sáttmálans og annarra alþjóðlegra skuldbindinga. Líffræðileg fjölbreytni er ekki aukaatriði – hún er grunnur lífsins sjálfs. Áhugasöm geta kynnt sér meira um málefni líffræðilegrar fjölbreytni á www.biodice.is. Höfundar starfa hjá Náttúruminjasafni Íslands við verkefni Biodice
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun