Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2025 18:50 Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur. Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira
Fréttastofa hefur upp á síðkastið fjallað um málefni Sigurðar Almars. Hann glímir við fjölþættan vanda og hefur lengi misnotað vímuefni. Honum hefur verið lýst sem tifandi tímasprengju og verið inn og út úr fangelsi vegna ýmissa afbrota. Nýverið var hann kærður fyrir að frelsissvipta ferðamann en hann er í dag frjáls ferða sinna eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðahaldsúrskurð yfir honum. Ekki sé talin yfirvofandi hætta gangi hann laus, en lögmaður hans segir það þó áhyggjuefni. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Þá er Sigurður alls ekki sá eini í þessari stöðu. Fangelsismálayfirvöld og Afstaða, félag fanga, hafa lengi kallað eftir úrræði fyrir þennan hóp. Þau hafa ákveðið úrræði í huga en erfiðlega hefur gengið að fá yfirvöld til að grípa boltann. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir það þurfi að bregðast við strax. Hverjir fá að líða fyrir það á meðan ríki og sveitarfélög kasta þessum bolta sín á milli? „Það er auðvitað almenningur. Við vitum að þessir hlutir taka enda. Það vita allir að eitthvað muni gerast. En það vill enginn taka boltann. Það bara gengur ekki upp,“ segir Guðmundur Ingi. Afstaða hefur ítrekað varað við því þegar hættulegir fangar ljúka afplánun, að þeir muni brjóta af sér á ný. „Auðvitað vill maður ekki segja: „Ég sagði ykkur það“, en það er sorglegt að þurfa að koma aftur og aftur í viðtal að ræða sama hlutinn. Við erum búin að vinna svo mikið í þessu með Fangelsismálastofnun, geðheilsuteymi og fleirum. Við erum ekki bara búin að vara við, við erum búin að vinna í þessum málum endalaust, til að finna lausn. En það hefur verið mikið áhugaleysi,“ segir Guðmundur.
Fangelsismál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Sjá meira