Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 18:00 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, lagði til að tvö frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál yrðu færð framar á dagskrá þingsins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú síðdegis um að flýta afgreiðslu á útlendingamálum dómsmálaráðherra, eftir boð stjórnarandstöðunnar um það. Ráðherrann sagði um helgina að stjórnarandstaðan tefði fyrir afgreiðslu málanna á þingi. Að endingu náðust samningar um að færa mál ráðherrans framar á dagskrá. Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira